Lífið

Falleg íslensk heimili: Mæðgurnar í Grafarvoginum sem tóku íbúðina í nefið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Virkilega vel gert hjá þeim mæðgum.
Virkilega vel gert hjá þeim mæðgum.
Í Berjarimanum í Grafarvoginum búa mæðgurnar Aðalsteina Gísladóttir og Díana Sif Ingadóttir en þær tóku smekklega íbúð algjörlega í nefið á sínum tíma.

Rimahverfið í Reykjavík liggur miðsvæðið í Grafarvoginum vestan við Gufuneskirkjugarð. Hverfið byggðist á níunda áratugnum og eitt helsta einkenni þess er göngugatan Langirimi. Það var mjög vel um þær mæðgur á þessu fallega heimili en á dögunum var kíkt í heimsókn til þeirra í þáttunum Falleg íslensk heimili.

Í Fallegum íslenskum heimilum fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×