Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2017 10:57 Kristján Berg, Sveinn Dal og Engilbert Runólfsson voru meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur og telja sig hafa haft fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar vélin lenti. Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“ Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“
Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent