Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2017 10:57 Kristján Berg, Sveinn Dal og Engilbert Runólfsson voru meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur og telja sig hafa haft fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar vélin lenti. Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“ Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“
Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Þingið að hefjast og málum fjölgað: Umdeild mál á dagskrá Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55