Fiskikóngurinn og aðrir í flugvélinni þakka fyrir að vera á lífi Jakob Bjarnar skrifar 2. maí 2017 10:57 Kristján Berg, Sveinn Dal og Engilbert Runólfsson voru meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur og telja sig hafa haft fulla ástæðu til að óttast um líf sitt þegar vélin lenti. Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“ Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Hin misheppnaða lendingin flugvélar Primera air á Keflavíkurflugvelli eftir flug frá Alicante er skilgreind sem alvarlegt atvik hjá RSNA. „Þetta er skilgreint sem alvarlegt flugatvik hjá okkur. Og það fer þá í formlegt rannsóknarferli hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa eða RNSA. Það ferli hófst strax eftir að þetta gerist. Þá er hringt í okkur, fáum tilkynningu um að vélin hafi farið út af braut og þá fer þetta ferli af stað þá þegar,“ segir Ragnar Guðmundsson stjórnandi rannsóknar hjá RNSA. Flug Primera air, flug 6F108 frá Alicante til Keflavíkur 28. apríl, er til rannsóknar hjá RNSA. Flugvélin lenti utan brautar eftir erfiða lendingu, þar sem vélin rásaði og skautaði á brautinni. Vísir ræddi við farþega vélarinnar sem mörgum hverjum var illa brugðið og voru ómyrkir í máli. Einn þeirra er Engilbert Runólfsson verktaki, sem segir að þarna hafi staðið tæpt. „Við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlegu mannskæðu stórslysi,“ segir hann og krefst svara hratt og örugglega.Rannsóknin skammt á veg kominEkki er annað á Ragnari að skilja en að nú sé unnið hörðum höndum að því. Og farið verður í þá rannsókn af fullri einurð og alvöru. „Rannsóknin er stutt á veg komin. Við erum nú í frumrannsókn; erum á fullu við að safna gögnum. Við vorum komnir á vettvang klukkustund eftir atvikið og tókum skýrslu af flugmönnum, tókum flugritana úr vélinni og þeir verða sendir í aflestur og greiningu. Og nú er ég að vinna í frekari gagnaöflun.“ Ragnar segir að rannsóknin hafi í raun og veru hafist um leið og þau hjá RNSA fengu tilkynningu sem var örfáum mínútum eftir að þetta gerist. Meðal fyrstu viðbrögðum hjá flugturni var að setja sig í samband við nefndina. Ekki er hægt að segja til um hvenær niðurstöðu er að vænta en hún er umfangsmikil og má sjá, á vef RSNA, flæðirit eða verkferla sem eru undir þegar slík rannsókn er í gangi. Rannsóknin er nú á mörkum vettvangsrannsóknar og frumrannsóknar, að sögn Ragnars.Tveimur sekúndum frá því að lenda úti í hrauniFjölmargir þjóðkunnir einstaklingar voru með vélinni, svo sem skemmtikrafturinn og þjóðargersemin Laddi, tónlistarmennirnir Hreimur og Vignir Snær svo einhverjir séu nefndir og svo Fiskikóngurinn, Kristján Berg, en hann hefur lýst upplifun sinni – hann þakkar fyrir að vera á lífi. „Þegar við lentum þá skautar flugvélin á flugbrautinni og fram af. Ég þakka fyrir að flugmaðurinn lenti ekki í fyrri tilrauninni, en þá hefðum við líklega lent út í hrauni og vélin brunnið, ég hefði þá ekki komið heim til minnar konu og 6 barna í gærkveldi. Það er bara staðreyndin. Hins vegar þá vorum við 2 sekúndur frá því að lenda úti í hrauni og sennilega hefði kviknað í vélinni þegar flughreyflarnir hefðu farið í jörðina. Ég vil þakka flugmönnunum fyrir að ég er heima hjá mér núna. Það er mín skoðun.“
Tengdar fréttir „Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Mikil óánægja og ótti meðal farþega í flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. 29. apríl 2017 14:55