Evrópuráðið ályktar um framtíð MMA Benedikt Bóas skrifar 3. maí 2017 07:00 Evrópuráðið vill fá allar upplýsingar upp á borðið og skapa þekkingu á MMA fyrir ráðuneyti, MMA samtökin sjálf og fleiri samtök. Íþróttin er orðin feykilega vinsæl hér á landi, þökk sé framgöngu Gunnars Nelson. vísir/vilhelm „Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
„Það er mikil óvissa í kringum MMA og fólk veit ekki endilega hvernig á að bregðast við uppgangi MMA. Sums staðar er þetta skilgreint sem íþrótt en annars staðar ekki,“ segir Viðar Halldórsson félagsfræðingur sem er hluti af hóp innan Evrópuráðsins sem er að skoða MMA, eða blandaðar bardagalistir. Evrópuráðið mun kynna nýja ályktun í júní um MMA en það var síðast gert árið 1999 og síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.Viðar Halldórsson.vísir/stefán„MMA er sprottið frá UFC, sem er fyrirtæki á markaði og kemur með einhverja vöru. Það sem er ólíkt með MMA og hefðbundnum íþróttagreinum er að þær hefðbundnu vinna frá grunni og upp. Það verður til eitthvert grasrótarstarf og smátt og smátt verða til afreksíþróttamenn, fara upp píramídann, en í MMA er þetta akkúrat öfugt. MMA byrjar í öðrum íþróttum og fer öfuga leið sem gerir verkefnið aðeins flóknara.“ Viðar var í París í síðustu viku þar sem hópurinn hittist. Hefur hann tekið viðtöl við fjölda fólks og safnað ógrynni af upplýsingum. Er stefnt að því að kynna ályktunina um miðjan júní. „Er þetta heilsusamlegt eða hættulegt? Fólk hefur ekki samræmdar upplýsingar um stöðuna,“ segir hann. „Á þetta að vera íþrótt? Hvað er hægt að gera til að gera MMA heilsusamlegra? Innviðirnir eru ekki alltaf til staðar, varðandi reglur, þjálfaramenntun, tryggingar og fleira. Þetta er ekki alls staðar til staðar og því var ákveðið að taka stöðuna núna því MMA er orðið mjög vinsælt.“ Hann bendir á að hópurinn sé að reyna að skapa miðlæga þekkingu á MMA sem sums staðar er ekki skilgreint sem íþrótt heldur eitthvað allt annað. „Á annan bóginn er þetta hættulegt og sums staðar tengist þetta skipulagðri glæpastarfsemi en á hinn bóginn er líka verið að vinna gott og öflugt starf, sem virðist bæði vera uppbyggilegt og heilsusamlegt. MMA er mjög vinsælt í Rússlandi og Svíþjóð til dæmis en sums staðar vilja þjóðir banna MMA og helst ekkert vita af þessu. Þetta er því krefjandi og víðfeðmt verkefni.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Tengdar fréttir Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13 Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Sjá meira
Prófessor í sálfræði vill banna MMA Hermundur Sigmundsson segir að ekki sé hægt að skilgreina MMA sem íþrótt. 15. desember 2015 14:13
Hætta að styrkja Barnaheill vegna ummæla um Gunnar Nelson Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir í samtali við Vísi í kvöld alrangt, eins og margir haldi fram í athugasemdakerfi við fyrra viðtal við starfsmann samtakanna, að þau séu að ráðast á Gunnar sem persónu. 10. mars 2014 22:07