Prófessor í sálfræði vill banna MMA Jakob Bjarnar skrifar 15. desember 2015 14:13 Hermundur vill banna MMA á Íslandi og segir bardagana þá ekki hægt að flokka með íþróttum. Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi, vill banna MMA, Hann segir þetta ekki íþrótt heldur ofbeldi. MMA stendur fyrir „mixed martial arts“ og er samkvæmt Wikipedia skilgreint sem bardagaíþrótt, eða „full-contact sport“. „Að þetta sé íþrótt kemst ekki nálægt þeim skilgreiningum sem við styðjumst við. Ég vil banna þetta algjörlega á Íslandi, ég vil að fjölmiðlar hætti að fjalla um þetta og skapa áhuga á þessu og í þriðja lagi vil ég að Gunni Nelson snúi sér að einhverju öðru. Áður en hann fær verri meiðsli,“ segir Hermundur.Ekki er líklegt að honum verði að ósk sinni, því Gunnar Nelson segist hvergi nærri hættur.Skilgreiningar skipta máliMikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar taps Gunnars Nelson í UFC um helgina, um bardagaíþróttir, hversu æskilegar þær séu og hvort yfirleitt sé hægt að tala um íþróttir í þessu samhengi. Gagnrýni á MMA er óvenjulega hörð og mikil. Þannig greindi dv.is frá því í gær að Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla teldi Gunnar hættulega fyrirmynd eftir að tíu ára drengir lentu í slagsmálum á skólalóðinni.Sjá umfjöllun Vísis hér. Hermundur, sem auk stöðu sinnar í Þrándheimi er með hlutastöðu við íþróttafræðisvið HR hefur unnið með íþróttafræði og íþróttasálfræði í 25 ár. Hann segir skilgreiningar skipa verulegu máli í þessu tilliti, en þær hefur hann rætt ítarlega við kollega sína í Noregi, til dæmis Rolf P. Ingvalddsen, sem er sérfræðingur í íþróttafræðum, um þessi efni. Ingvalddsen segir að íþróttir snúist um líkamlega þjálfun, snúist um að verða betri og sýna kunnáttu þína en á jákvæðan hátt.Í íþróttum skaðar fólk hvert annað ekki vísvitandiJan Erik Ingebrigtsen, er annar kollega Hermundar við háskólann í Þrándheimi sem segir að ef fólk er að meiða hvert annað þá sé ekki lengur um íþrótt að ræða: „Idrett – etiske retningslinjer – ikke skade hverandre. Ikki idrett – at skade motpart – det er volg.“ Hermundur vitnar að auki í Þorsteinn Einarsson sem var íþróttafulltrúi ríkisins árum saman. Orðsifjafræðin skiptir máli í þessu samhengi. Hermundur segir að þróttur snúast um að nota sína líkamlegu og andlegu orku í eitthvað uppbyggilegt. „Það sem Þorsteinn var svo upptekinn af, var að í-ið vísi til þess sem er iðafagurt. Að þú notir orkuna í eitthvað sem er fagurt,“ segir Hermundur. Hann bendir á að Þorsteinn hafi notið mikillar virðingar meðan hann var og hét.Höfuðáverkar og adrenalínÍþróttasálfræðingurinn segir allt rétt sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir varðandi fyrirbæri sem heitir CTE og höfuðáverka, að þeir geti hæglega valdið heilaskaða og afleiðingarnar verði oft ekki ljósar fyrir en löngu síðar.Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta, þurfti að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhöggs. Hún ræddi málin í Íslandi í dag í gær.Hermundur fylgdist með bardaganum og honum fannst þetta hvorki fagurt né skemmtilegt. „Íþróttir hafa ákveðnar siðferðilegar forsendur sem ganga út á að meiða ekki hvern annan. Að menn séu ekki skaðaðir. Þarna var verið að lemja Gunnar ítrekað í höfuðið. Hann var algerlega búinn, litli heilinn var ekki að starfa lengur. Og menn skyldu ekki hvernig hann gat haldið áfram en það sem gerist er að það er mikið adrenalín í gangi, í blóðinu og þegar svo er gleyma menn öllum sársauka þar til daginn eftir. Hermundur bendir til frekari útskýringar á myndskeið frá nýlegum bardaga Holm gegn Ronda Rousey þar sem höfuðhöggi Rondu er líkt við það að fá hamar í höfuðið: „Þetta er ekki íþrótt.“ Sálfræðingurinn segir þetta miklu meira í líkingu við hringleikahúsin rómversku þar sem skylmingaþrælar gengu hver frá öðrum; og það að fólk vilji sjá blóð. „Viljum við fara þangað aftur?“ spyr Hermundur. MMA Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi, vill banna MMA, Hann segir þetta ekki íþrótt heldur ofbeldi. MMA stendur fyrir „mixed martial arts“ og er samkvæmt Wikipedia skilgreint sem bardagaíþrótt, eða „full-contact sport“. „Að þetta sé íþrótt kemst ekki nálægt þeim skilgreiningum sem við styðjumst við. Ég vil banna þetta algjörlega á Íslandi, ég vil að fjölmiðlar hætti að fjalla um þetta og skapa áhuga á þessu og í þriðja lagi vil ég að Gunni Nelson snúi sér að einhverju öðru. Áður en hann fær verri meiðsli,“ segir Hermundur.Ekki er líklegt að honum verði að ósk sinni, því Gunnar Nelson segist hvergi nærri hættur.Skilgreiningar skipta máliMikil umræða hefur sprottið upp í kjölfar taps Gunnars Nelson í UFC um helgina, um bardagaíþróttir, hversu æskilegar þær séu og hvort yfirleitt sé hægt að tala um íþróttir í þessu samhengi. Gagnrýni á MMA er óvenjulega hörð og mikil. Þannig greindi dv.is frá því í gær að Hafsteinn Karlsson skólastjóri í Salaskóla teldi Gunnar hættulega fyrirmynd eftir að tíu ára drengir lentu í slagsmálum á skólalóðinni.Sjá umfjöllun Vísis hér. Hermundur, sem auk stöðu sinnar í Þrándheimi er með hlutastöðu við íþróttafræðisvið HR hefur unnið með íþróttafræði og íþróttasálfræði í 25 ár. Hann segir skilgreiningar skipa verulegu máli í þessu tilliti, en þær hefur hann rætt ítarlega við kollega sína í Noregi, til dæmis Rolf P. Ingvalddsen, sem er sérfræðingur í íþróttafræðum, um þessi efni. Ingvalddsen segir að íþróttir snúist um líkamlega þjálfun, snúist um að verða betri og sýna kunnáttu þína en á jákvæðan hátt.Í íþróttum skaðar fólk hvert annað ekki vísvitandiJan Erik Ingebrigtsen, er annar kollega Hermundar við háskólann í Þrándheimi sem segir að ef fólk er að meiða hvert annað þá sé ekki lengur um íþrótt að ræða: „Idrett – etiske retningslinjer – ikke skade hverandre. Ikki idrett – at skade motpart – det er volg.“ Hermundur vitnar að auki í Þorsteinn Einarsson sem var íþróttafulltrúi ríkisins árum saman. Orðsifjafræðin skiptir máli í þessu samhengi. Hermundur segir að þróttur snúast um að nota sína líkamlegu og andlegu orku í eitthvað uppbyggilegt. „Það sem Þorsteinn var svo upptekinn af, var að í-ið vísi til þess sem er iðafagurt. Að þú notir orkuna í eitthvað sem er fagurt,“ segir Hermundur. Hann bendir á að Þorsteinn hafi notið mikillar virðingar meðan hann var og hét.Höfuðáverkar og adrenalínÍþróttasálfræðingurinn segir allt rétt sem Hafrún Kristjánsdóttir sálfræðingur segir varðandi fyrirbæri sem heitir CTE og höfuðáverka, að þeir geti hæglega valdið heilaskaða og afleiðingarnar verði oft ekki ljósar fyrir en löngu síðar.Rakel Dögg Bragadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í handbolta, þurfti að leggja skóna á hilluna vegna höfuðhöggs. Hún ræddi málin í Íslandi í dag í gær.Hermundur fylgdist með bardaganum og honum fannst þetta hvorki fagurt né skemmtilegt. „Íþróttir hafa ákveðnar siðferðilegar forsendur sem ganga út á að meiða ekki hvern annan. Að menn séu ekki skaðaðir. Þarna var verið að lemja Gunnar ítrekað í höfuðið. Hann var algerlega búinn, litli heilinn var ekki að starfa lengur. Og menn skyldu ekki hvernig hann gat haldið áfram en það sem gerist er að það er mikið adrenalín í gangi, í blóðinu og þegar svo er gleyma menn öllum sársauka þar til daginn eftir. Hermundur bendir til frekari útskýringar á myndskeið frá nýlegum bardaga Holm gegn Ronda Rousey þar sem höfuðhöggi Rondu er líkt við það að fá hamar í höfuðið: „Þetta er ekki íþrótt.“ Sálfræðingurinn segir þetta miklu meira í líkingu við hringleikahúsin rómversku þar sem skylmingaþrælar gengu hver frá öðrum; og það að fólk vilji sjá blóð. „Viljum við fara þangað aftur?“ spyr Hermundur.
MMA Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira