Formaður hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis 5. maí 2017 07:00 Formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa hafnar því að peningaleysi tefji rannsóknir á flugslysum hérlendis Vísir/GVA „Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
„Við höfum fengið það fjármagn sem hefur þurft í þær rannsóknir sem við höfum verið að glíma við en að hluta til kæmi það sér auðvitað vel fyrir okkur að hafa meira fjármagn ,“ segir Geirþrúður Alfreðsdóttir, formaður rannsóknarnefndar samgönguslysa. Ingvi Tryggvason, formaður öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, sagði í Fréttablaðinu í gær sterkar vísbendingar um að rannsóknarnefnd flugslysa skorti fé því rannsóknir nefndarinnar væru að dragast úr hófi fram. „Það er náttúrlega grundvallarflugöryggismál þegar það verður óhapp eða slys að niðurstaðan um orsakirnar komi fram sem allra fyrst til þess að það sé hægt að gera fyrirbyggjandi ráðstafanir þannig að slíkur atburður endurtaki sig ekki,“ sagði Ingvar og vísaði til þess að lög mæli fyrir um að slíkum rannsóknum skuli lokið innan eins árs frá slysi. Geirþrúður segir að meðallengd flugslysarannsókna á Íslandi sé nú 1,7 ár. „Auðvitað vildum við ná því að vera innan þessara marka sem Ingvar nefnir en rannsóknir taka mislangan tíma,“ segir hún og bendir á að þótt lögin segi að rannsóknum skuli lokið innan árs segi þar jafnframt að ef það náist ekki skuli eftir eitt ár gefa árlega út stöðu rannsóknar. „Við gefum alltaf út, eins og lögin segja til um, árlega yfirlýsingu um hvernig staða rannsóknarinnar er.“ Að sögn Geirþrúðar kemur yfirleitt fram við frumrannsóknir ef það þarf að lagfæra eitthvað sem tengist öryggi. „Þá er það gert um leið og það kemur í ljós og þá vinnum við það með þeim sem málið varðar. Þegar lokaskýrslan kemur út er kannski búið að gera allar þær lagfæringar sem þarf að gera.“ Elsta flugslysarannsóknin sem enn er í gangi hérlendis hófst fyrir þremur árum og átta mánuðum og varðar sjúkraflugvél Mýflugs sem fórst með tveimur mönnum í ágúst 2013.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira