Helgi Pé og frú flutt til Danmerkur Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2017 08:16 Helgi Pétursson segir það ekki svo að hann sé að flýja land vegna aðgerðarleysis stjórnvalda gagnvart kröppum kjörum eldri borgara. Það standi einfaldlega til að hafa gaman. visir/anton „Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
„Já, ég er bara floginn. Við eigum 7 barnabörn í Danmörku og Svíþjóð. Og erum að færa okkur nær þeim. Við erum komin á eftirlaunaaldur og af hverju ekki að gera eitthvað skemmtilegt við þann tíma sem eftir er?“ segir Helgi Pétursson í samtali við Vísi.Eltir drauma sína til Jótlands Helgi er auðvitað einn af þekktustu tónlistarmönnum landsins, sem einn liðsmanna Ríó Tríós en á seinni tímum hefur hann vakið athygli fyrir baráttu sína með Gráa hernum – samtökum eldri borgara sem hafa barist fyrir skaplegri kjörum þeirra sem eldri eru. Hann er nú að flytja af landi brott til Danmerkur en blaðamaður Vísis náði í skottið á honum í flughöfninni nú rétt í þessu. Heiða Kristín Helgadóttir dóttir hans greindi frá þessu á Facebooksíðu sinni í gær, að þau hjónin væru að elta drauma sína. „Elskulegir foreldrar mínir pabbi Pé og mamma Páls eru að flytjast búferlum til Horsens DK á morgun. Þó ég eigi það til að gantast með þessi áform þeirra og ágæti Jótlands og Danmerkur yfir höfuð er ég stolt af þeim að rífa sig upp á gamals aldri og elta draumana sína. Góða ferð mamma og pabbi,“ skrifar Heiða Kristín.Til Jótlands? „Já,“ segir Helgi og hlær. „Við sjáum fram á skemmtilega tíma. Að gera eitthvað gaman. Við færum okkur yfir á Jótland þar sem eldri dóttir okkar býr og þaðan getum við farið um allar jarðir og haft gaman. Við seldum íbúðina okkar í Garðabæ og ætlum að eiga heima í Danmörku um óséðan tíma. Færast nær fjölskyldunni. Ég á son með fjölskyldu í Stokkhólmi. Hann er stoðtækjalæknir og svo á ég bróðir í Gautaborg. Af hverju ekki að eyða þessum árum sem eftir eru í að gera eitthvað skemmtilegt?“Engin pólitísk yfirlýsing í þessu fólgin Óhjákvæmilegt er að velta því fyrir sér hvort Helgi sé að flýja land sem svo margur maðurinn annar, að þolinmæði hans gagnvart stjórnvöldum og sofandahætti þeirra gagnvart kröppum kjörum eldri borgara sé brostin. Helgi segir það ekki svo. „Nei, það felst engin pólitísk yfirlýsing í þessu hjá mér. Langt því frá. Ég held áfram að vinna í þeim málum. Öll nútímatækni er til staðar. Þetta er alls ekki nein uppgjöf. Við ætlum bara að eiga heima annars staðar. Nú á tímum þá þarf þetta er ekki flókið. Og ég veit ekki annað en ég vinni áfram í þessum þáttum sem ég hef verið að vinna að á Hringbrautinni. Frá meginlandinu. Og við sjáum bara til.“ Helgi segir þau hjónin líta björtum augum til framtíðar. Og þeim finnist þetta spennandi tímar. „Við lítum til þess að við eigum svona 10 til 12 góð ár eftir og af hverju ekki að nota þau á eins skemmtilegan hátt og maður getur?“ spyr Helgi og í sömu andrá gellur við brottfarartilkynning í hátalarakerfi Leifsstöðvar. Helgi er floginn.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels