Skilaboðin eru skýr frá Gráa hernum: Yngri eldri borgarar geta alveg unnið! Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2016 14:26 Stofnmeðlimir Grá hersins. Vísir/Rut Grái herinn, baráttuhópur innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hefur verið stofnaður en verkefni hans verður að leita nýrra verkefna til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfarsbreytingu þegar kemur að málefnum þeirra sem eldri eru. „Það má segja að eldri borgarar séu tveir hópar, það eru eldri eldri borgarar og svo yngri eldri borgarar. Þetta eru tveir stórir hópar og þessi yngri hópur, hann getur alveg unnið. Hann er ekkert farlama gamalmenni,“ segir Helgi Pétursson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara og einn af meðlimum Gráa hersins. Hann segir hópinn vilja fá fram skilning í samfélaginu á því hversu mikil sóun það er að henda vinnufærum eldri borgurum út af vinnumarkaði. Þetta sé úrlausnarefni sem þurfi að ráðast í nú þegar og ekki gangi að fækka þeim sem standa undir hverjum og einum. Í tilkynningu frá hernum kemur fram að fólki sem er 65 ára og eldri mun fjölga um 60 prósent fram til ársins 2030. Hópurinn telur í dag rúmlega 44 þúsund manns en verður orðinn rúmlega 71 þúsund eftir 14 ár. „Það er í samræmi við þá þróun að fólk lifir lengur, við betri heilsu og er vinnufært mun lengur en áður var. Þá bregður svo við að vinnumarkaðurinn hafnar oft eldra fólki. Margir sem einhverra hluta vegna missa starfið þegar sextugsafmælið nálgast, greina frá því að þeir eigi mjög erfitt með að fá aftur starf og sumir sitja uppi atvinnulausir. Það er skoðun Gráa hersins að þarna fari mikill mannauður forgörðum. Aldursfordómar birtast í því að það er oft ekki hlustað á eldra fólk. Það þykir jafnvel ekki gjaldgengt í samfélaginu eða á vinnumarkaði. Stundum er talað niður til eldra fólks, eða því er sýndur beinn dónaskapur. En áhugaleysi og afskiptaleysi um málefni þessa fólks er algengast. Fjárráðin eru tekin af elstu borgurum þessa lands á hjúkrunarheimilum, sem er bæði lögbrot og mannréttindabrot,“ segir í tilkynningunni frá Gráa hernum en hægt er að skoða Facebook-síðu hans hér. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Grái herinn, baráttuhópur innan Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, hefur verið stofnaður en verkefni hans verður að leita nýrra verkefna til að vekja athygli á kjörum eldra fólks og stuðla að hugarfarsbreytingu þegar kemur að málefnum þeirra sem eldri eru. „Það má segja að eldri borgarar séu tveir hópar, það eru eldri eldri borgarar og svo yngri eldri borgarar. Þetta eru tveir stórir hópar og þessi yngri hópur, hann getur alveg unnið. Hann er ekkert farlama gamalmenni,“ segir Helgi Pétursson, stjórnarmaður í Félagi eldri borgara og einn af meðlimum Gráa hersins. Hann segir hópinn vilja fá fram skilning í samfélaginu á því hversu mikil sóun það er að henda vinnufærum eldri borgurum út af vinnumarkaði. Þetta sé úrlausnarefni sem þurfi að ráðast í nú þegar og ekki gangi að fækka þeim sem standa undir hverjum og einum. Í tilkynningu frá hernum kemur fram að fólki sem er 65 ára og eldri mun fjölga um 60 prósent fram til ársins 2030. Hópurinn telur í dag rúmlega 44 þúsund manns en verður orðinn rúmlega 71 þúsund eftir 14 ár. „Það er í samræmi við þá þróun að fólk lifir lengur, við betri heilsu og er vinnufært mun lengur en áður var. Þá bregður svo við að vinnumarkaðurinn hafnar oft eldra fólki. Margir sem einhverra hluta vegna missa starfið þegar sextugsafmælið nálgast, greina frá því að þeir eigi mjög erfitt með að fá aftur starf og sumir sitja uppi atvinnulausir. Það er skoðun Gráa hersins að þarna fari mikill mannauður forgörðum. Aldursfordómar birtast í því að það er oft ekki hlustað á eldra fólk. Það þykir jafnvel ekki gjaldgengt í samfélaginu eða á vinnumarkaði. Stundum er talað niður til eldra fólks, eða því er sýndur beinn dónaskapur. En áhugaleysi og afskiptaleysi um málefni þessa fólks er algengast. Fjárráðin eru tekin af elstu borgurum þessa lands á hjúkrunarheimilum, sem er bæði lögbrot og mannréttindabrot,“ segir í tilkynningunni frá Gráa hernum en hægt er að skoða Facebook-síðu hans hér.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira