Katrín kallar eftir skýrari sýn hins opinbera í heilbrigðismálum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 12:59 Katrín Jakobsdóttir er formaður Vinstri grænna. Vísir/anton Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Formaður Vinstri grænna kallar eftir því að mörkuð verði skýrari sýn og stefna hins opinbers í málefnum heilbrigðisþjónustu. Engin heilbrigðisáætlun hafi verið sett hjá yfirvöldum. Í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni síðasta sunnudag sagði Bjarni Benediktsson forsætisráðherra að hann sæi enga ástæðu til þess að gera athugasemdir við að einkaaðilar í heilbrigðisþjónustu greiði sér út arð. Bjarni sagði það gamaldags aðferð að meina þeim sem skila afgangi í rekstri vegna samninga við ríkið, að greiða út arð.Ummæli forsætisráðherra hafa valdið nokkrum pólitískum titringi og tók Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, málið upp á þingi í vikunni en hún var gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi í morgun. „Arðgreiðslur úr velferðarkerfinu eru einmitt eitt stærsta pólitíska deiluefni, hvort sem við lítum til Noregs, Svíþjóðar eða annarra landa sem hafa gengið langt á undanförnum árum með að einkavæða hluta af sínum velferðar- og heilbrigðiskerfum. Ekki síst vegna þess að það sem gerist er að það eru teknir ákveðnir þættir, boðnir út og settir í einkarekstur, segjum einhverjar tilteknir aðgerðir. Þær eru færðar út af, segjum Landspítalanum, svo dæmi sé tekið, sem eigi að síður þarf að vera með alla bakvaktina ef eitthvað fer úrskeiðis til að mynda í einhverri aðgerð hjá einkaaðila úti í bæ. Þá er viðkomandi sjúklingur sendur inn á Landspítala ef einhverjar „komplikasjónir“ koma, sem þýðir að einkaaðilinn getur gert aðgerðina á hagkvæmari hátt.“ Katrín spyr á hvaða hátt það sé hagkvæmara að einkaaðilar sinni heilbrigðisþjónustu, en forsætisráðherra sakaði Katrínu um að vera gamaldags í hugsun. „Ég fellst ekkert á það. Ég bara horfi á nákvæmlega það sem hefur gerst í nágrannalöndum okkar og bendi á að þetta er ekki þróun sem við eigum að ganga inn í.“ Katrín segir alla hafa það markmið að reka gott og hagkvæmt heilbrigðiskerfi. „Í umræðunni hefur verið ruglað saman hlutum á borð við sjálfseignarstofnanir – sem eru ekki að greiða sér arð út úr rekstri, eru ekki reknir í hagnaðarskyni, eru til að mynda SÁÁ, Reykjalundur og hvað það heitir sem eiga sér langa sögu – og síðan því sem við getum kallað sjálfstætt starfandi lækna og svo það sem við getum kallað ákveðna fyrirtækjavæðingu þar sem eru að verða miklu stærri einkarekin fyrirtæki á heilbrigðismarkaði. Þetta er ólíkur rekstur og ég kalla eftir því að við séum með einhverja skýra sýn og stefnu sem fái eðlilega pólitíska umræðu, að við byggjum þá stefnu á reynslu annarra landa og rannsóknum þar sem þessi félagslega reknu kerfi koma mjög vel út,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira