Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. maí 2017 15:56 Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Vísir/Hörður Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira
Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. Verkfall flugfreyja hjá Primera Air Nordic hefst þann 15. september næstkomandi hafi samningar ekki náðst fyrir þann tíma. Í tilkynningu segir að laun flugliða Primera Air, sem flestir eru frá Lettlandi, eru langt undir íslenskum lágmarkslaunum auk þess sem þeir njóta ekki ýmissa þeirra réttinda sem lög- og kjarasamningsbundin eru hér á landi. Primera Air Nordic starfar á Íslandi og flugliðar þess eru með heimahöfn hér á landi. Flugfreyjufélag Íslands gerði kröfu á hendur Primera Air Nordic SIA þann 2. Júní árið 2015 um að gengið yrði til viðræðna um kjarasamning vegna flugfreyja um borð í flugvélum félagsins. Þessar flugfreyjur eiga, samkvæmt flugáætlun og flugreglum, heimahöfn á Íslandi. Primera flýgur með farþega frá og til Íslands á vegum Heimsferða, Terra Nova Sol og ef til vill fleiri fyrirtækja hér á landi sem öll eru í eigu sama móðurfélags með einum eða öðrum hætti. „Þau störf sem unnin eru um borð í vélum félagsins falla undir íslenska lögsögu og samkvæmt íslenskum lögum er viðeigandi stéttarfélögum heimilt að gera kröfu um gerð kjarasamnings og fylgja þeirri kröfu eftir með þeim lögmætu úrræðum sem mælt er fyrir um í lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.“ segir í tilkynningunni. Primera Air sinnti kröfu Flugfreyjufélagsins í engu. Þann 23. desember 2016 var krafan ítrekuð og veittur frestur til 9. janúar 2017 til þess að ákveða upphaf viðræðna annars yrði deilunni vísað til ríkissáttasemjara. Engin viðbrögð bárust Flugfreyjufélaginu frá Primera. Þann 23. janúar 2017 var deilunni vísað til ríkissáttasemjara og þess óskað að hann hefði milligöngu um lausn hennar. Það bar ekki árangur. Atkvæðagreiðsla um verkfall hófst á aðalfundi félagsins 2. maí og stóð til kl. 14:00 þriðjudaginn 9. maí. Atkvæðisrétt áttu 1189 félagsmenn. Atkvæði greiddu 429 eða 36.1%. Atkvæði féllu þannig að já sögðu 429 og nei sagði enginn. Ótímabundin vinnustöðvun flugfreyja um borð í framangreindum flugvélum Primera Air Nordic SIA var því samþykkt og hefst þann 15. september 2017 kl. 06:00 hafi kjarasamningar ekki tekist fyrir þann tíma.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira