Ráðherra svarar ekki gagnrýni landlæknis Snærós Sindradóttir skrifar 21. apríl 2017 06:00 Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira
Afstaða heilbrigðisráðuneytisins er óbreytt til starfsemi Klíníkunnar, að sögn aðstoðarmanns heilbrigðisráðherra. Heilbrigðisráðherra neitaði fjölmiðlum um svör í gær vegna harðorðs bréfs Landlæknis þar sem hann gagnrýnir meðal annars afstöðu ráðuneytisins til starfemi Klíníkunnar, sem er á skjön við afstöðu Landlæknis. Í bréfi Landlæknis segir að túlkun ráðuneytisins á heilbrigðislögunum geri það að verkum að einkarekstur og einkavæðing á sviði sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu geti haldið áfram að vaxa hér á landi, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði aðgerðir dýru verði úr eigin vasa. Heilbrigðisráðherra hefur nokkuð afdráttarlaust lýst því yfir að ekki standi til að gera samning á milli Klíníkurinnar og Sjúkratrygginga Íslands, sem niðurgreiðir aðgerðir fólks sem þangað leitar.Hjálmar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Klíníkunnar. Stöð2/StiklaAfstaða ráðuneytisins um að Klíníkin sé ekki sérhæfð heilbrigðisþjónusta, sem með lögum þyrfti starfsleyfi ráðherra, heldur einungis hefðbundinn stofurekstur lækna gerir það að verkum að Klíníkin starfar áfram og óbreytt með legudeild þar sem gerðar eru stórar aðgerðir á sjúklingum sem borga fyrir þær sjálfir. Sem dæmi má nefna að mjaðmaliðaaðgerð kostar á Klíníkinni tæpar 1,2 milljónir króna. Framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, segir það pólitíska ákvörðun ráðherrans að sjúklingar búi við það kerfi. Hann skilur bréf Landlæknis ekki öðru vísi en svo að embættið vilji takmarka rekstrarleyfi Klíníkurinnar, þannig að henni væri óheimilt að gera þær aðgerðir sem þar eru gerðar í dag. „En við erum á Evrópska efnahagssvæðinu. Ef þú uppfyllir fagleg skilyrði þá er ekki hægt að hefta starfsemi heilbrigðisfyrirtækis á þann hátt sem landlæknir ýjar að.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Sjá meira