Kvöldsund um helgar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:45 Ólafur Egill Egilsson vill lengri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar. Vísir/Eyþór Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum. Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum.
Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03