Kvöldsund um helgar Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2017 09:45 Ólafur Egill Egilsson vill lengri opnunartíma í sundlaugum borgarinnar. Vísir/Eyþór Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum. Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Leikarinn Ólafur Egill Egilsson skrifaði formlegt bréf til Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur í byrjun árs, þar sem hann óskaði eftir að opnunartími sundlauga yrði lengdur um helgar. „Ég myndi helst vilja hafa opið í einni laug allan sólarhringinn. Ég held að sundlaugar hafi mjög góð áhrif á samfélagið en það er bara ekki hægt að mæla þessi áhrif,“ segir Ólafur Egill Egilsson leikari spurður út í lengri opnunartíma sundlauga á höfuðborgarsvæðinu. Í haust stóð Ólafur fyrir undirskriftasöfnun þar sem skorað var á Reykjavíkurborg, nánar tiltekið Íþrótta- og tómstundaráð, að lengja opnunartíma sundstaða til klukkan 22.00 um helgar. „Aðsókn í sund hefur aukist töluvert síðustu ár. Það hefur yfirleitt verið pakkað í Laugardalslauginni þegar maður hefur farið þangað um helgar. Ég var svolítið í því að kvarta yfir þessu í pottinum í minni heimalaug og sá að margir voru á sama máli. Ég hugsaði með mér að það væri kominn tími til að sjá hversu margir væru sammála mér. Það söfnuðust rúmlega 3.000 undirskriftir, og ég sendi formlegt bréf til ÍTR rétt eftir áramót,“ segir Ólafur ánægður. Ólafur fer nær daglega í Sundlaug Vesturbæjar og segir það mikla heilsubót. „Ég hef farið í Vesturbæjarlaugina frá því ég var lítill með ömmu Dísu þar sem hún kenndi mér að synda, núna fer ég með börnin mín nær daglega,“ segir hann.Gestum Vesturbæjarlaugar hefur fjölgað töluvert undafarið, hér er Hafliði Halldórsson, forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Vísir/GVAÍ byrjun mars fékk Ólafur svar til baka, þar sem honum var tjáð að opnunartíminn yrði lengdur til 22.00 um helgar í Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug, frá 1. júní næstkomandi. Einnig verður opið til 22.00 þegar nýja Sundhöllin verður opnuð, líklega næsta haust. „Ég er virkilega ánægður með að hlustað sé á borgarana og við fáum aukna þjónustu. Kvöldsund er í miklu uppáhaldi hjá mér og mér þætti virkilega leiðinlegt að komast ekki í kvöldsund um helgar í minni laug. Þó það hafi verið opið í Laugardalslauginni þá er Sundlaug Vesturbæjar eins og minn hverfispöbb, og maður er ekkert að skipta um pöbb svona upp á grín, ef maður kemst hjá því, þó ég þurfi þó kannski að skoða málið þegar nýja Sundhöllin verður opnuð í Þingholtunum,“ segir Ólafur. „Þetta er áfangasigur,“ segir Ólafur en hann hefur verið í samskiptum við Ómar Einarsson, framkvæmdastjóra ÍTR, og Þórgný Thoroddsen, formann ÍTR, sem báðir tjáðu Ólafi að líkur væru á þetta fyrirkomulag yrði framlengt. „Ég vona innilega að þessi opnunartími sé kominn til að vera,“ segir hann og bætir við að einnig væri óskandi að opnunartíminn yrði lengdur til klukkan 22.00 á föstudögum.
Sundlaugar Tengdar fréttir Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03 Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Hægt að fara í kvöldsund um helgar í Vesturbænum og Breiðholti í sumar Vesturbæjarlaug og Breiðholtslaug verða opnar til klukkan 22 á kvöldin laugardaga og sunnudaga í sumar, það er frá og með 1. júní næstkomandi til 4. september. 13. mars 2017 21:03