Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna Anton Egilsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 22. apríl 2017 20:53 Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján. Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján.
Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira