Segir nær ómögulegt að segja til um úrslit kosninganna Anton Egilsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 22. apríl 2017 20:53 Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira
Frakkar ganga að kjörborðinu á morgun til að kjósa sér nýjan forseta. Kosningarnar eru þær mest spennandi í áraraðir en lítill munur er á fylgi fjögurra efstu frambjóðendanna og engin leið að segja til um hverjir þeirra komast í aðra umferð sem verður í maí. Augu heimsbyggðarinnar verða á Frakklandi um helgina en frönsku forsetakosningarnar sem fram fara á morgun verða sögulegar fyrir margar sakir. Til að mynda vegna þess að fylgi efstu frambjóðendanna er vart mælanlegt en líka vegna þess að úrslit kosninganna koma til með að gefa ákveðna mynd af framtíð Evrópusambandsins. Ellefu manns eru í framboði til forseta í Frakklandi. Í kosningunum á morgun verður kosið á milli þeirra en eftir rúmar tvær vikur, þann 7. maí, verður kosið að nýju milli tveggja efstu frambjóðendanna. Annar þeirra verður næsti forseti Frakklands.Miðjumaðurinn Macron þykir sigurstranglegasturAf ellefu eru fimm frambjóðendur sem taldir eru eiga raunhæfa möguleika á að komast í seinni umferðina. Fyrst ber að nefna miðjumanninn Emmanuel Macron sem hefur komið eins og stormsveipur inn í frönsk stjórnmál. Hann þykir hafa mikla persónutöfra og bera af í kappræðum. Fylgi Macron hefur aukist örlítið frá síðustu könnunum og er honum nú spáð um 24 prósent atkvæða. Þá ber næst að nefna frambjóðandi Frönsku þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, en hún þykir hafa róttækar skoðanir. Hún vill láta loka landamærum landsins og hætta í Evrópusambandinu. Samkvæmt nýjustu könnunum mælist hún nú með um 21 prósent atkvæða. Francois Fillon, frambjóðandi Repúblikana, þótti sigurstranglegastur framan af. Nýleg hneykslis- og spillingarmál sem honum tengjast hafa þó nánast gert út um sigurvonir hans. Þá hefur vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon, frambjóðandi La France Insoumise, ágætt fylgi og sósíalistinn Benoit Hamon fylgir fast á hæla hans. Ómögulegt að spá fyrir um úrslitin Kristján Andri Stefánsson, sendiherra Íslands í Frakklandi, segir nær ómögulegt að segja til um hverjir muni komast áfram í seinni umferð kosninganna. „Það hefur dregist saman með fjórum efstu frambjóðendunum síðustu vikur. Ekki nóg með það heldur eru margir sem segjast ætla að sitja heima og margir eru enn óákveðnir. Þannig að niðurstaðan er enn mikilli óvissu háð,” segir Kristján.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fleiri fréttir „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Sjá meira