Fjölfötluðum dreng neitað um kennslu Sveinn Arnarsson skrifar 28. apríl 2017 07:00 Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára. Hann er fjölfatlaður og þarf oft að vera lengi frá skóla vegna fötlunar sinnar. vísir/auðunn Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Akureyrarbær hefur synjað fjölfötluðum dreng um sjúkrakennslu sem foreldrar hans telja hann eiga rétt á samkvæmt lögum. Hafa þau kært synjun Akureyrarbæjar til mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Vera Kristín Kristjánsdóttir, móðir Kristjáns Loga, segir brotið á barni sínu. Kristján Logi Vestmann Kárason er ellefu ára, fatlaður og algjörlega háður öðrum með hreyfingu og allar athafnir daglegs lífs. Kristján hefur í gegnum árin fengið miklar öndunarfærasýkingar og því getur hann löngum stundum ekki verið innan um önnur börn.Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri á AkureyriSamkvæmt reglugerð um nemendur með sérþarfir er kveðið á um að nemandi, sem að mati læknis getur ekki sótt skóla vegna slyss eða langvarandi veikinda, eigi rétt á sjúkrakennslu annaðhvort á heimili sínu eða á sjúkrastofnun. „Sonur okkar á rétt á ákveðinni þjónustu vegna fötlunar sinnar og sá réttur er óumdeildur. Akureyrarbær ákveður að neita honum um þessi réttindi sín og því getum við ekki annað en farið með málið lengra og kært það til menntamálaráðuneytisins,“ segir Vera Kristín. Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarbæjar, segir bæinn ekki geta veitt þá þjónustu. Hún hafi í samráði við bæjaryfirvöld viljað taka málið upp við skólastjórnendur á landinu öllu. „Sambærilegum beiðnum hefur verið hafnað annars staðar. Það þarf að ræða þessi mál og fá úr því skorið nákvæmlega hver réttur barna er,“ segir Soffía. Þegar Kristján Logi er hress mætir hann í sérdeild við Giljaskóla á Akureyri en vegna fötlunar þarf hann oft að vera lengi frá skóla. Að mati foreldra Kristjáns Loga á hann rétt á sjúkrakennslu þar sem læknir hefur sannarlega gefið út að hann geti ekki sótt nám í skóla. „Sonur okkar er mjög fatlaður en hefur eins og önnur börn rétt á menntun. Það kom okkur mjög á óvart að fá neitun frá bænum. Akureyrarbær hefur nú tíma til að andmæla kæru okkar. Það er krafa okkar að réttur barnsins sé virtur, að sveitarfélagið uppfylli skyldur sínar,“ segir Vera Kristín.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira