Fögnuður braust út á Útvarpi Sögu þegar Pétur var sýknaður Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2017 10:22 Pétur segir Eyrúnu og þau innan lögreglunnar stunda tilraunalögfræði, málið á hendur sér hafi verið della frá upphafi til enda. „Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt. Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Til hamingju Pétur Gunnlaugsson! Til hamingju hlustendur Útvarps Sögu. Þetta er stór dagur. Þetta er sigur fyrir tjáningarfrelsið,“ sagði Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður og lögfræðingur, var sýknaður í héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun en hann var ákærður fyrir hatursorðræðu. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu gegn Pétri Gunnlaugssyni, en málatilbúnaðurinn tengist sérstakri baráttu lögreglunnar gegn hatursorðræðu en Eyrún Eyþórsdóttir stýrir sérstakri deild innan lögreglunnar sem rannsakar slík mál. Pétur var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins en málið snérist um ummæli sem féllu í símatíma Útvarps Sögu en einkum var um að ræða ummæli sem snéru að samkynhneigðum en umræðan snérist um hinsegin kennslu í grunnskólum í Hafnarfirði. Pétur stýrði símatíma og var hann ákærður fyrir hatursorðræðu og útbreiðslu haturs með eigin ummælum og ummælum hlustenda. Ákvæði hegningarlaga sem var undir er 223. greina a: „Hafi ummælin falið í sér háð, rógburð og smámun á opinberum vettvangi í garð ótiltekins hóps manna hér á landi vegna kynhneigðar og kynvitundar þeirra.“Fjölmiðlamenn bregðast tjáningarfrelsinu Pétur fór yfir málið í útsendingu á Útvarpi Sögu ásamt Arnþrúði sem sagði meðal annars að málið hafi haft gríðarleg áhrif og hafi verið notað gegn þeim á Útvarpi Sögu. Hún vildi meina að þetta væri liður í atlögu gegn útvarpsstöðinni, meðal annars af hálfu einhverra embættismannagrúbba sem hafa hreiðrað um sig víða í stjórnkerfinu, þar sem þær fást við að skrifa skýrslur daginn út og inn og senda út um allar koppagrundir. Á því sé Stasí-bragur. En dómurinn væri ánægjulegur fyrir alla sem láta sig tjáningarfrelsi einhverju varða. Meðal ýmislegs sem Pétur taldi athyglisvert í þessu máli er hversu blaðamenn og fjölmiðlar hafi brugðist við í þessu máli, þeir hafi ekki tekið málsstað tjáningarfrelsisins nema síður sé. Fremur að ráðist hafi verið á sig á þeim vettvangi, segir Pétur og nefndi RUV sérstaklega til sögunnar. Blaðamenn og fjölmiðlarnir hafi ekki tekið upp málsstað tjáningarfrelsisins. Ráðist hafi verið á sig í einhverjum skemmtiþætti þar, ef menn hafi ekki réttar skoðanir að mati RUV og þeirra sem þar vinna þá skiptir tjáningarfrelsið engu máli.Tilraunalögfræði lögreglunnarVísir náði að ræða við Pétur rétt á milli útvarpsþátta. Hann segir að í dómnum sé fjallað um efni sem allir fjölmiðlamenn ættu að láta sig varða. Og taldi tvímælalaust um tímamótadóm að ræða, þetta væri í fyrsta skipti sem fjölmiðlamaður væri ákærður fyrir hatursorðræðu. Hann gerði síður ráð fyrir því að þessu yrði áfrýjað af hálfu ákæruvaldsins. „Þetta er náttúrlega undarlegt fólk, að þau ætli að vera með þessa tilraunalögfræði áfram? Það væri náttúrlega algerlega ábyrgðarlaust. Ætlar lögreglustjórinn að vera á móti tjáningarfrelsinu eins og dómari lagði málið upp?“ Þá nefnir Pétur til sögunnar ýmis mannréttindasamtök sem rekin eru af hálfu ríkisins og borgarinnar, svo sem Mannréttindaskrifstofa Reykjavíkurborgar. Þar hafi ekki verið gefið mikið fyrir tjáningarfrelsið. „Hneyksli hvað er að gerast í landinu,“ sagði Pétur og var rokinn í næsta útvarpsþátt.
Tengdar fréttir Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20 Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34 Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58 Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41 Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00 Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Þarf að svara fyrir orð sín og annarra eftir allt saman Pétur Gunnlaugsson stendur í ströngu fyrir dómstólum. 3. febrúar 2017 14:20
Samtölin úr „Línan er laus“ á Útvarpi Sögu sem Pétur er ákærður fyrir Hinsegin kennslu barna í Hafnarfirði var líkt við barnaklám og velt fyrir sér hvort ekki væri bara best að kennararnir myndu "eðla sig“ fyrir framan börnin. 30. nóvember 2016 13:34
Krefst afsökunarbeiðni frá lögreglustjóra: „Þetta er búið að stórskaða okkur“ Pétur Gunnlaugsson telur óumdeilt að tilgangurinn með ákærunni hafi verið að fara gegn Útvarpi Sögu. 30. janúar 2017 13:58
Jón Valur ákærður fyrir hatursorðræðu Ummælin sem Jón Valur er ákærður vegna snúa öll að kynhneigð en færslurnar voru skrifaðar af tilefni umfjöllunar um hinsegin fræðslu Samtakana 78. 29. nóvember 2016 15:41
Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015. 24. nóvember 2016 07:00
Pétur á Sögu ákærður fyrir hatursorðræðu Mikill hiti í símatíma á Útvarpi Sögu vegna ákæru á hendur Pétri. 23. nóvember 2016 17:17