Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 19:25 Sólmundur Hólm Sólmundarson. VÍSIR/STEFÁN Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “ Fréttir af flugi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira
Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “
Fréttir af flugi Mest lesið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Fleiri fréttir Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Sjá meira