Lífið

Sjáðu Kaleo fara á kostum á Coachella

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull og félagar gerði fína hluti á tónlistarhátíðinni Coachella.
Jökull og félagar gerði fína hluti á tónlistarhátíðinni Coachella.
Íslenska hljómsveitin Kaleo steig á stökk á Coachella hátíðinni í Kaliforníu á laugardagskvöldið.

Coachella hátíðin hefur verið haldin árlega í apríl frá árinu 1999 og stendur alltaf yfir tvær helgar í röð. Hátíðin er ein af þekktustu hátíðum heims og eru hinir ríku og frægu iðulega meðal gesta.

Stjörnurnar mæta ávallt á hátíðina eins og sjá mátti á samfélagsmiðlum um helgina.

Drengirnir úr Mosfellsbæ voru svo sannarlega ekki vera í slæmum félagsskap en meðal þeirra sem komu einnig fram voru Lady Gaga, Kendrick Lamar og Radiohead. Kaleo hefur fengið frábærar viðtökur eftir frammistöðu sína á hátíðinni og segir gagnrýnandi Huffington Post þá hafa verið óvæntu stjörnur Coachella.

Hér að neðan má sjá drengina flytja lögin Way Down We Go og All the Pretty Girls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×