Blái dagurinn í dag: Þörf á meiri fræðslu um einhverfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 12:04 Arnar Máni Vignisson er fimm ára patti og lét sig ekki muna um að gefa forseta Íslands spaðafimmu þegar þeir hittust á Bessastöðum í sunnudaginn. Arnar er einhverfur og fór ásamt hópi barna og aðstandanda þeirra á fund forseta til að vekja athygli á alþjóðadegi einhverfu. Vísir/ernir Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“ Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira