Blái dagurinn í dag: Þörf á meiri fræðslu um einhverfu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2017 12:04 Arnar Máni Vignisson er fimm ára patti og lét sig ekki muna um að gefa forseta Íslands spaðafimmu þegar þeir hittust á Bessastöðum í sunnudaginn. Arnar er einhverfur og fór ásamt hópi barna og aðstandanda þeirra á fund forseta til að vekja athygli á alþjóðadegi einhverfu. Vísir/ernir Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“ Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Blái dagurinn er haldinn hátíðlegur hér á landi í fjórða skiptið í dag í tilefni af Bláum apríl sem er vitundarvakning um einhverfu og söfnunarátak sem samtökin Blár apríl standa fyrir. „Þetta er í fjórða skiptið sem við höldum þetta og hefur stækkað ár frá ári. Þetta er í rauninni tvíþætt, annars vegar að vekja almenna athygli á einhverfu, hvetja fólk til að klæðast bláu í dag til að vekja athygli á málefninu, fræðast um einhverfu og annað sem felst í svona almennri vitundarvakningu, og hins vegar að safna fé til styrktar málefnum barna með einhverfu,“ segir Ragnhildur Ágústsdóttir, formaður Blás apríl í samtali við Vísi. Í fyrra var safnað fyrir gerð fræðsluefnis á íslensku um einhverfu sem ætlað er börnum og var það frumsýnt á alþjóðlegum degi einhverfunnar á sunnudaginn á Bessastöðum þar sem Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og kona hans, Eliza Reid, tóku á móti einhverfum börnum og fjölskyldum þeirra í tilefni dagsins. „Í kjölfarið var fræðsluefnið svo gert aðgengilegt á blarapril.is. Skólarnir hafa verið duglegir við að nýta Bláa daginn í að fræða börnin um einhverfu en þeir höfðu verið að kalla eftir góðu fræðsluefni á íslensku um málið fyrir yngri börn. Við réðumst því í gerð á slíku efni sem er aðallega hugsað fyrir yngri stigin í grunnskóla og jafnvel leikskóla. Það sem hefur þó komið okkur á óvart er að fullorðnir eru líka að nýta þetta til að fræðast um einhverfu og við höfum einnig fengið sterk og góð viðbrögð frá foreldrum barna sem eru í bekk með einhverfum börnum og haf nýtt þetta til að ræða málin við þau og fræðast,“ segir Ragnhildur. Aðspurð fyrir hverju sé verið að safna í ár segir Ragnhildur að þörf sé á meiri fræðslu um einhverfu og því verði áherslan áfram á það. „Við ætlum að safna fyrir áframhaldandi fræðslu. Ein hugmyndin er að gefa út meira efni en svo viljum við líka halda námskeið í samstarfi við sveitarfélögin og skólana um einhverfu. Við söfnuðum á sínum tíma fyrir námskeiði fyrir foreldra nýgreindra barna og höfum haldið það bæði í Reykjavík og á Akureyri og hefur það mælst mjög vel fyrir,“ segir Ragnhildur. Hægt er að styrkja málefnið með því að hringja í númerið 9021010 og styrkja þannig um 1000 krónur eða með því að fara inn á blarapril.is og velja þar á milli mismunandi upphæða undir flipanum „Styrkja félagið.“
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira