Segir að fjöldi ferðamanna muni að óbreyttu þrefaldast fram til 2030 Atli Ísleifsson skrifar 9. apríl 2017 13:02 Óskar Jósefsson er framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála. Vísir/anton Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála segir að óbreyttu muni fjöldi ferðamanna hér á landi þrefaldast á næstu þrettán árum og vera kominn upp í fimm til sex milljónir í lok næsta áratugar. Hann segir nauðsynlegt að grípa sem fyrst til ráðstafana til að tryggja að vöxtur ferðaþjónustunnar verði ekki ósjálfbær. Síðasta ár var mettár í komu erlendra ferðamanna hingað til lands og spáð er þrjátíu prósenta vexti á þessu ári. Búist er við því að fjöldinn fari upp fyrir tvær milljónir í ár og verði kominn upp í fjórar milljónir árið 2020. Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, segir að ferðaþjónustan sé komin að mörkum þess að teljast sjálfbær. Hann var gestur Kristjáns Kristjánssonar í þættinum Sprengisandur á Bylgjunni í morgun. „Vöxturinn hefur náttúrulega verið langt umfram það sem væntingar manna gengu til um og ég held að við séum komin í dag á þann stað að við þurfum að velta fyrir okkur hvort þetta sé sjálfbær vöxtur. Það skiptir atvinnugreinina og þjóðfélagið máli að vöxturinn sé sjálfbær þannig að það verði ekki þannig einn daginn að hér standi ónýtar fjárfestingar og fólk sem ekki hefur vinnu við að veita þjónustu til ferðamanna.“Þarf að meta getu samfélagsins Óskar segir nauðsynlegt að meta getu samfélagsins til taka á þessum vexti. Bæði til að tryggja öryggi ferðamanna sem og þjónustu við þá. „Ég lék mér nú að þessum tölum og tók meðaltalsvöxt greinarinnar, keyrði vöxtinn niður á næstu þremur, fjórum árum í meðaltal greinarinnar á alþjóðavísu. Ef þú framreiknar það til 2030 þá erum við með milli fimm og sex milljónir ferðamanna,“ segir Óskar. Hann segir að þessi vöxtur kalli á gríðarlega aukningu á vinnuafli og það geti haft áhrif á meðal annars húsnæðismarkaðinn. „Við erum að byggja mikið á innfluttu vinnuafli og þá kemur þrýstingur á húsnæðismarkaðinn til viðbótar við þann þrýsti sem er á honum í dag. Því til viðbótar fer alltaf hluti af húsnæði í þessa AirBnb-leigu. Ég held að það sé nokkuð ljóst að þetta er ekki fær leið. Við stöndum svolítið frammi fyrir því núna að þurfa að leggja mat á það hvað við treystum okkur til að taka á móti mörgum ferðamönnum þannig að við getum tryggt að þeir séu hér í öruggu umhverfi og fari hamingjusamir heim,“ segir Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira