Páll Magnússon: Stjórnendur HB Granda hafa ekki gert alveg hreint fyrir sínum dyrum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 10:15 Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að skýringar stjórnenda útgerðarfyrirtækisns HB Granda á því hvers vegna fyrirtækið telur þörf á að flytja landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur séu ófullnægjandi. Hann segir aðgerðir fyrirtækisins gríðarlegt áfall og þyngra en tárum taki fyrir fólkið sem hugsanlega missi vinnuna vegna þessa en flutningnum hefur nú verið frestað. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, varar þó við bjartsýni í Fréttablaðinu í dag. Páll ræddi þessi mál ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og nefndarmanni í atvinnuveganefnd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu en aðalmálið í þessu finnst mér að það sem snýr að Granda þá finnst mér skýringar fyrirtækisins algjörlega ófullnægjandi á þessari aðgerð og mér finnst þeir ekki hafa gert alveg hreint fyrir sínum dyrum,“ sagði Páll í Bítinu í morgun. Þá sagði hann jafnframt að það væri ekki þannig að fyrirtæki á stærð við HB Granda tæki svona afdrifaríkar ákvarðanir eins og að leggja niður fiskvinnslu „bara út af því að gengi íslensku krónunnar sem er nú alltaf flöktandi sé með einhverjum tilteknum hætti á tiltekinni tímasetningu.“ „Gengið hækkar og lækkar og menn taka ekki svona afdrifaríkar ákvarðanir út af því. Ef þetta er þannig að þeir vilja af hagkvæmnisástæðum flytja þessa botnfiskvinnslu eitthvað annað þá eiga þeir bara að segja það en ekki að vera að gefa til kynna að ástæðurnar séu einhverjar aðrar en þær eru í raun og veru. Þannig að fyrirtæki af þessu tagi [...] því fylgir ákveðin ábyrgð af hálfu þeirra sem hafa fengið þessi afnot af auðlindinni og þeir verða að rísa undir þeirri ábyrgð. Með hvaða hætti staðið er að þessu uppi á Skaga af hálfu Granda þá hafa þeir ekki gert það,“ sagði Páll. Lilja Rafney sagði að uppákoman á Akranesi væri stóralvarleg en þetta væri þó ekki í fyrsta skipti sem svona væri að gerast. „Þetta er auðvitað bara það sem er búið að gerast á einhverju árabili vítt og breitt um landið [...] En það er aldrei gert neitt til að hamla svona [...] það er að þeir sem hafi nýtingarrétt af auðlindinni hverju sinni geti bara hagað sér nákvæmlega eins og þeim dettur í hug með pjúra gróðasjónarmið í huga,“ sagði Lilja Rafney en hlusta má á viðtalið við þau Pál í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður atvinnuveganefndar, segir að skýringar stjórnenda útgerðarfyrirtækisns HB Granda á því hvers vegna fyrirtækið telur þörf á að flytja landvinnslu á botnfiski frá Akranesi til Reykjavíkur séu ófullnægjandi. Hann segir aðgerðir fyrirtækisins gríðarlegt áfall og þyngra en tárum taki fyrir fólkið sem hugsanlega missi vinnuna vegna þessa en flutningnum hefur nú verið frestað. Forstjóri HB Granda, Vilhjálmur Vilhjálmsson, varar þó við bjartsýni í Fréttablaðinu í dag. Páll ræddi þessi mál ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Vinstri grænna og nefndarmanni í atvinnuveganefnd í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við erðum bara að sjá hvað kemur út úr þessu en aðalmálið í þessu finnst mér að það sem snýr að Granda þá finnst mér skýringar fyrirtækisins algjörlega ófullnægjandi á þessari aðgerð og mér finnst þeir ekki hafa gert alveg hreint fyrir sínum dyrum,“ sagði Páll í Bítinu í morgun. Þá sagði hann jafnframt að það væri ekki þannig að fyrirtæki á stærð við HB Granda tæki svona afdrifaríkar ákvarðanir eins og að leggja niður fiskvinnslu „bara út af því að gengi íslensku krónunnar sem er nú alltaf flöktandi sé með einhverjum tilteknum hætti á tiltekinni tímasetningu.“ „Gengið hækkar og lækkar og menn taka ekki svona afdrifaríkar ákvarðanir út af því. Ef þetta er þannig að þeir vilja af hagkvæmnisástæðum flytja þessa botnfiskvinnslu eitthvað annað þá eiga þeir bara að segja það en ekki að vera að gefa til kynna að ástæðurnar séu einhverjar aðrar en þær eru í raun og veru. Þannig að fyrirtæki af þessu tagi [...] því fylgir ákveðin ábyrgð af hálfu þeirra sem hafa fengið þessi afnot af auðlindinni og þeir verða að rísa undir þeirri ábyrgð. Með hvaða hætti staðið er að þessu uppi á Skaga af hálfu Granda þá hafa þeir ekki gert það,“ sagði Páll. Lilja Rafney sagði að uppákoman á Akranesi væri stóralvarleg en þetta væri þó ekki í fyrsta skipti sem svona væri að gerast. „Þetta er auðvitað bara það sem er búið að gerast á einhverju árabili vítt og breitt um landið [...] En það er aldrei gert neitt til að hamla svona [...] það er að þeir sem hafi nýtingarrétt af auðlindinni hverju sinni geti bara hagað sér nákvæmlega eins og þeim dettur í hug með pjúra gróðasjónarmið í huga,“ sagði Lilja Rafney en hlusta má á viðtalið við þau Pál í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00 Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
Skagamönnum gefinn gálgafrestur Stjórn HB Granda hefur ákveðið að hefja viðræður við Akranesbæ um hafnarbætur. Fresta ákvörðun um að leggja af landvinnslu í fimm mánuði. Óvissan er mikil og engin bjartsýni á að það gangi saman og 93 störfum fiskvinnslufólks ver 30. mars 2017 06:00
Vilhjálmur segir frestun uppsagna vera varnarsigur "Þetta er viss varnarsigur sem er fólginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðs Akraness, um ákvörðun HB Granda að fresta uppsögnum í botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi og hefja viðræður við Akranesbæ. 29. mars 2017 16:27