Fjármálaráðherra vill að einkavæðing bankanna verði rannsökuð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 11:15 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill að einkavæðing bankanna árið 2003 verði rannsökuð. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun í svari ráðherrans við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún spurði Benedikt hvort ekki væri rík ástæða til þess að ráðast í ítarlega rannsókn á allri einkavæðingu bankanna árið 2003, ekki síst í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum í einkavæðingunni. Katrín sagði að nauðsynlegt væri að ráðast í þessa rannsókn til að eyða tortryggninni í samfélaginu. Þar með væru vönduð vinnubrögð viðhöfð en um fimm ár eru síðan að Alþingi samþykkti þingsályktun um allsherjar rannsókn á einkavæðingu bankanna. Benedikt var ekki langorður í svari sínu við spurningu Katrínar: „Svar mitt er einfalt: Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli.“ „Verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana“ Á þinginu þakkaði Katrín Benedikt fyrir skýr svör og spurði hann hvort hann teldi ástæðu til að bíða með frekari sölu á bönkunum og hvort ekki þyrfti einnig að kanna sölu á hlutum í Arion banka um daginn þó að þar hefðu ekki verið á ferð hlutir í eigu ríkisins. Benedikt sagði svar sitt aftur einfalt; hann teldi það afar mikilvægt að hafa gagnsætt ferli við sölu bankanna sem væri hafið yfir gagnrýni og ferli sem tryggir að allir sitji við sama borð og leyni því ekki hverjir eru raunverulegir eigendur bankanna. Þá sagði ráðherra jafnframt að hann hefði óskað eftir upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu varðandi það hverjir eru raunverulegir eigendur kaupa á hlutum í Arion banka. „Við verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana,“ sagði Benedikt.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann teldi ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna þar sem margoft væri búið að skoða hana. Hins vegar útilokaði hann ekki að einstair þættir yrðu rannsakaðir ef góð ástæða væri til.Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd kanni hvort rannsaka þurfi einkavæðinguna frekar Bjarni var í fyrirspurnatímanum spurður út í þessi orð sín af Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Sagði Björn Leví að hann teldi það gríðarlega aðkallandi að það liggi fyrir niðurstaða á öllu ferli einkavæðingar bankanna og líka þeirri seinni ef því væri að skipta. „Nú þegar er komin ansi svört niðurstaða á einkavæðingu Framsóknarhluta helmingaskiptanna ætlar ráðherra að standa í vegi fyrir því að rannsókn á helmingi Sjálfstæðisflokksins fari fram?“ spurði Björn Leví. Bjarni sagði að hann hefði í umræðunni bent á þann gríðarlega fjölda rannsóknarskýrslna sem nú þegar lægju fyrir og fjölluðu um einkavæðingu bankanna. Þá benti hann á það að samhliða samþykkt þingsályktunartillögunnar í fyrra um rannsókn á aðkomu þýska bankans á kaupunum á Búnaðarbankanum hefði Alþingi samþykkt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd skyldi fara yfir öll þessi gögn sem nú þegar liggi fyrir og athuga hvort þörf væri á frekari rannsókn. Jafnframt sagði Bjarni að mikilvægt væri að skýrt liggi fyrir hvað eigi að rannsaka ef setja ætti rannsókn af stað. „Nefndin hér á þinginu sem er með málið verður einfaldlega að komast til botns í því hvaða atriði standa út af eftir fyrri rannsóknir og séu útafstandandi atriði mun ég að sjálfsögðu eins og ég hef gert hingað til styðja að farið verði að skoða þau mál.“ Tengdar fréttir Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra og formaður Viðreisnar, vill að einkavæðing bankanna árið 2003 verði rannsökuð. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun í svari ráðherrans við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, þar sem hún spurði Benedikt hvort ekki væri rík ástæða til þess að ráðast í ítarlega rannsókn á allri einkavæðingu bankanna árið 2003, ekki síst í ljósi skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum á Búnaðarbankanum í einkavæðingunni. Katrín sagði að nauðsynlegt væri að ráðast í þessa rannsókn til að eyða tortryggninni í samfélaginu. Þar með væru vönduð vinnubrögð viðhöfð en um fimm ár eru síðan að Alþingi samþykkti þingsályktun um allsherjar rannsókn á einkavæðingu bankanna. Benedikt var ekki langorður í svari sínu við spurningu Katrínar: „Svar mitt er einfalt: Jú, það er ástæða til að ljúka rannsókn á þessu ferli.“ „Verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana“ Á þinginu þakkaði Katrín Benedikt fyrir skýr svör og spurði hann hvort hann teldi ástæðu til að bíða með frekari sölu á bönkunum og hvort ekki þyrfti einnig að kanna sölu á hlutum í Arion banka um daginn þó að þar hefðu ekki verið á ferð hlutir í eigu ríkisins. Benedikt sagði svar sitt aftur einfalt; hann teldi það afar mikilvægt að hafa gagnsætt ferli við sölu bankanna sem væri hafið yfir gagnrýni og ferli sem tryggir að allir sitji við sama borð og leyni því ekki hverjir eru raunverulegir eigendur bankanna. Þá sagði ráðherra jafnframt að hann hefði óskað eftir upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu varðandi það hverjir eru raunverulegir eigendur kaupa á hlutum í Arion banka. „Við verðum að eyða tortryggninni í kringum bankana,“ sagði Benedikt.Í kvöldfréttum RÚV í gær sagði Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að hann teldi ekki aðkallandi að rannsaka einkavæðinguna þar sem margoft væri búið að skoða hana. Hins vegar útilokaði hann ekki að einstair þættir yrðu rannsakaðir ef góð ástæða væri til.Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd kanni hvort rannsaka þurfi einkavæðinguna frekar Bjarni var í fyrirspurnatímanum spurður út í þessi orð sín af Birni Leví Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Sagði Björn Leví að hann teldi það gríðarlega aðkallandi að það liggi fyrir niðurstaða á öllu ferli einkavæðingar bankanna og líka þeirri seinni ef því væri að skipta. „Nú þegar er komin ansi svört niðurstaða á einkavæðingu Framsóknarhluta helmingaskiptanna ætlar ráðherra að standa í vegi fyrir því að rannsókn á helmingi Sjálfstæðisflokksins fari fram?“ spurði Björn Leví. Bjarni sagði að hann hefði í umræðunni bent á þann gríðarlega fjölda rannsóknarskýrslna sem nú þegar lægju fyrir og fjölluðu um einkavæðingu bankanna. Þá benti hann á það að samhliða samþykkt þingsályktunartillögunnar í fyrra um rannsókn á aðkomu þýska bankans á kaupunum á Búnaðarbankanum hefði Alþingi samþykkt að stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd skyldi fara yfir öll þessi gögn sem nú þegar liggi fyrir og athuga hvort þörf væri á frekari rannsókn. Jafnframt sagði Bjarni að mikilvægt væri að skýrt liggi fyrir hvað eigi að rannsaka ef setja ætti rannsókn af stað. „Nefndin hér á þinginu sem er með málið verður einfaldlega að komast til botns í því hvaða atriði standa út af eftir fyrri rannsóknir og séu útafstandandi atriði mun ég að sjálfsögðu eins og ég hef gert hingað til styðja að farið verði að skoða þau mál.“
Tengdar fréttir Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00
Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. 30. mars 2017 09:00
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56