Ríkisendurskoðun og Valgerður gerðu lítið úr gögnum „þessa kennara“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. mars 2017 09:00 Vilhjálmur Bjarnason á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar með rannsóknarnefnd Alþingis. VÍSIR/ANTON BRINK Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Efasemdir um kaup S-hópsins á Búnaðarbankanum eru ekki nýjar af nálinni. Strax eftir að Geir H. Harde, Valgerður Sverrisdóttir, Ólafur Ólafsson og Peter Gatti undirrituðu samkomulag um söluna var mörgum spurningum ósvarað. Stríðið um bankana var yfirskrift á úttekt blaðamannsins Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem birtist í Fréttablaðinu á vormánuðum 2005 og hún hlaut blaðamannaverðlaun fyrir. Var þar meðal annars fjallað um aðkomu Hack & Aufhauser en framkvæmdanefnd um einkavæðingu bankana hafði falið breska bankanum HBSC að gera áreiðanleikakönnun á mögulegum erlendum kaupanda. Í greinaröð Sigríðar segir meðal annars; „Umsögn HSBC um erlenda fjárfestinn vakti ekki spurningar meðal framkvæmdanefndarinnar fyrr en daginn sem skrifað var undir samninginn við S-hópinn og tilkynnt var hver erlendi fjárfestirinn var. Nefndarmönnum fannst þá að umsögn HSBC hefði ekki getað átt við Hauck & Aufhauser því hún hefði dregið upp mynd af stórum alþjóðlegum fjárfestingabanka, sem Hauck & Aufhauser er ekki. Umsögn HSBC hefði mun frekar átt við Société Générale.“ 19. febrúar 2006 mætti Vilhjálmur Bjarnason, þá lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og nú þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Silfur Egils á Stöð 2 og sagði að gögn bentu til þess að Hack & Aufhauser hefði aldrei komið að kaupunum. Málið varð tilefni orðaskipta á þinginu en spjótum var beint að Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráðherra, og Valgerði Sverissdóttur, viðskiptaráðherra, sem sögðu að ekkert nýtt væri í gögnum Vilhjálms. „Hvað varðar þessa hluti er náttúrlega margbúið að fara yfir þá og í júní sl. sendi forstjóri þýska bankans út fréttatilkynningu þar sem farið var yfir málið og það allt saman hrakið sem komið hefur fram hjá þessum kennara, Vilhjálmi Bjarnasyni, og það er mitt svar,“ sagði meðal annars í svari Valgerðar við fyrirspurn Lúðvíks Bergvinssonar, þingmanns Samfylkingarinnar. Ríkisendurskoðun svaraði einnig máli Vilhjálms Bjarnasonar og gaf út samantekt vegna „nýrra“ gagna og upplýsinga um sölu á eignarhlutanum. Sú samantekt kom út í mars 2006 og sagði þar meðal annars „að ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, [...] Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun