29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2017 13:15 Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum. Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira
Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum.
Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Sjá meira