29 hópnauðganir á borð Stígamóta í fyrra Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 30. mars 2017 13:15 Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum. Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Ársskýrsla Stígamóta fyrir árið 2016 kom út í morgun. Samkvæmt henni hafa aldrei jafn margir leitað aðstoðar Stígamóta frá stofnun samtakanna.Ársskýrsluna má lesa í heild sinni hér. Á árinu 2016 leituðu 654 einstaklingar til Stígamóta. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, telur fjölgunina stafa af aukinni vitundarvakningu í samfélaginu. „Það voru 372 sem leituðu hjálpar hjá okkur í fyrsta skipti og álíka margir sem fylgdu okkur á milli ára,“ segir Guðrún. „Ástæðan fyrir þessari auknu aðsókn eru fjáröflunarátök og vitundarvakningar sem við réðumst í í nóvember í fyrra þar sem að Stígamótarfólk steig fram og sagði sögur sínar og varð hvatning held ég fyrir annað fólk til að leita sér hjálpar því að þau sýndu það með framgöngu sinni að þau höfðu náð betri tökum á lífi sínu,“ segir hún. Sifjaspellsmálum hafi þá fækkað en nauðgunarmálum fjölgað mjög en hjá Stígamótum voru 58 fleiri nauðgunarbrot en árið áður.Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, greindi frá ársskýrslu Stígamóta í morgun.Vísir/StefánÞá segir hún algengara að gróf ofbeldisbrot séu tilkynnt til Stígamóta á borð við hópnauðganir og lyfjanauðganir. „Hópnauðganir voru 29 með þátttöku að minnsta kosti 70 nauðgara, það vantaði upplýsingar í sumum málum og mögulega hafa sömu menn verið að verki í meira en einu máli. Við höfum heldur ekki séð svona margar lyfjanauðganir en þær voru 27.“ Þá hafa Stígamót tekið upp á því að kortleggja fleiri þætti er varða kynferðisofbeldi. Þar kemur meðal annars fram að margir skjólstæðinga Stígamóta upplifðu áfallastjarfa þegar ofbeldisbrot átti sér stað. „Fólki er venjulega legið á hálsi fyrir að streitast ekki á móti, berjast eða öskra en það eru eðlileg viðbrögð við miklu áfalli,“ segir Guðrún. Þá eru Stígamót í fyrsta sinn að kortleggja stafrænt ofbeldi. Guðrún segir að það hafi komið sér þægilega á óvart að stafræn ofbeldisbrot gegn Stígamótafólki voru færri en hún hafði grunað. 31 manneskja hafði orðið fyrir stafrænu ofbeldi og ellefu hótað slíku. „Við höfum líka verið að kortleggja þann hóp sem býr við einhversskonar fatlanir,“ segir Guðrún. „Við finnum að við erum að sinna þeim hópi betur en áður.“ Tabú, baráttusamtök fatlaðra kvenna sem beita sér gegn margþættri mismunun, voru í samstarfi við Stígamót á árinu. Þær starfræktu meðal annars sjálfstyrkingarhópa fyrir fatlaðar konur á Stígamótum.
Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira