Mistök að grípa ekki strax inn í og fara fram á óháða úttekt Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. mars 2017 14:29 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang. Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við ríkislögreglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins. Ástæðan er að gefin hefur verið út ákæra á hendur lögreglumanni sem sakaður er um að hafa beitt fanga ofbeldi í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í maí í fyrra. Lögreglumanninum var vikið úr starfi í mars síðastliðnum, níu mánuðum eftir að meint atvik átti sér stað, líkt og Vísir greindi frá í gær. Í tilkynningu frá lögreglu segir að mistök hafi verið gerð í þeim efnum og að tryggja þurfi að mál sem þessi fái afgreiðslu strax. Hins vegar hafi ekki verið talin, í ljósi lagalegra fordæma, heimild til að víkja lögreglumanninum úr starfi þegar það kom til álita, meðal annars vegna þess hversu langt var liðið frá því að málið kom upp. „Valdbeitingarheimildum lögreglu fylgir mikil ábyrgð og það felur í sér að öll mál sem varða misbeitingu þess séu skoðuð í kjölinn. Óháð úttekt á vinnubrögðum er liður í því enda mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu svo tryggja megi að þau fái rétta meðferð í framtíðinni,“ segir í tilkynningunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri og Jón H.B. Snorrason, sem var starfandi lögreglustjóri í fjarveru Sigríðar á þeim tíma sem atvikið kom upp, segjast ekki hafa vitað af atvikinu fyrr en í janúar síðastliðnum, eða sjö mánuðum eftir að það var kært. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari fullyrðir hins vegar að hafa upplýst lögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir. Lögreglumaðurinn er meðal annars sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið í tvígang.
Tengdar fréttir Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18 Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42 Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Héraðssaksóknari leiðréttir aðstoðarlögreglustjóra Héraðssaksóknari fullyrðir að hafa upplýst Jón H.B Snorrason aðstoðarlögreglustjóra um að rannsókn stæði yfir á meintum brotum lögreglumanns í maí í fyrra. 30. mars 2017 11:18
Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa skellt höfði fangans í gólfið Sakaður um að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða þegar hann hugðist flytja fanga úr fangageymslu. 27. mars 2017 11:42
Á kafi í rannsóknum á ofbeldisbrotum í níu mánuði eftir átökin á Hverfisgötu Lögreglumaðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að hafa beitt fanga ofbeldi á síðasta ári var annar tveggja sem sáu að mestu um yfirheyrslur yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 29. mars 2017 10:00