Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2017 20:37 Ferðamenn við gönguleið upp að heitu laugunum í Reykjadal. Vísir/Pjetur Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu. Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira
Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu.
Mest lesið Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðist á pilt á heimleið Innlent Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Sjá meira