Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. mars 2017 20:37 Ferðamenn við gönguleið upp að heitu laugunum í Reykjadal. Vísir/Pjetur Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu. Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Kanadískur ferðamaður brenndist alvarlega á fæti þegar hún fór ofan í heita laug í Reykjadal í febrúar síðastliðnum. Íslenskur unglingur, sem staddur var á svæðinu við björgunaræfingar, var á meðal þeirra sem komu henni í læknishendur. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá borginni Hamilton í Kanada, kom hingað til lands ásamt tveimur vinkonum sínum. Þær hugðust verja síðasta degi ferðalagsins í Reykjadal en um klukkutíma tekur að ganga upp að heitum laugum sem orðnar eru mjög vinsælar meðal ferðamanna.Íslenskur unglingur og bandarískur slökkviliðsmaður komu til bjargarFjölmennt var á svæðinu þegar vinkonurnar bar að garði. Ekki er vitað nákvæmlega hvar í ánni óhappið átti sér stað en fullyrt er að fólk hafi setið og baðað sig rétt hjá slysstað. Rakowski steig af viðarpalli, sem lagður er meðfram heitu laugunum í Reykjadal, og ofan á moldarflag. Moldarflagið gaf sig undan þunganum og Rakowski sökk ofan í sjóðandi heitt vatn. „Ég fann strax að þetta var sjóðheitt,“ segir Rakowski um slysið. „Ég öskraði eins hátt og ég gat. Ég fann moldina sjóða á fótunum á mér en ég komst ekki upp úr“. Vinkonur hennar drógu hana upp á bakkann og hrópuðu á hjálp. Lee Ricasa, slökkviliðsmaður frá Kaliforníu, heyrði þær kalla og hóf björgunaraðgerðir. Hann, með aðstoð íslenskra og þýskra vegfarenda, bar Rakowski niður fjallið. Hún hafði þá misst meðvitund. Á leiðinni niður mættu þeir íslenskum unglingi, sem fyrir einskæra tilviljun var þar staddur við björgunaræfingar. Hann kallaði á hjálp í gegnum talstöð en vinkonum Rakowski hafði ekki tekist að ná sambandi við neyðarlínuna. Að sögn Rakowski liðu tveir og hálfur tími frá því að slysið átti sér stað og þangað til hún komst á sjúkrahús í Reykjavík.Segja svæðið illa merktRicasa, einn björgunarmannanna, segir viðvörunum á svæðinu ábótavant. Þær séu til staðar en að það sé enn fremur erfitt að átta sig á því hvar vatnið sé hættulega heitt. Rakowski segist ekki hafa séð nein skilti sem vöruðu hana við því að fara ofan í ána á þessum stað. Hún er þó þakklát fyrir skjót viðbrögð þeirra sem hjálpuðu henni og segir þá hafa bjargað lífi sínu.
Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira