Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Sveinn Arnarsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Halldór áframleigði íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði. vísir/vilhelm Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Svindlarinn margdæmdi Halldór Viðar Sanne virðist hafa fundið leið til að hafa milljónir af grandalausum leigjendum og nýtir sér ófremdarástand á húsnæðismarkaði og hátt leiguverð til að stinga undan miklum fjármunum. Einstaklingar sem telja sig svikna af Halldóri Viðari hafa mjög svipaðar sögur að segja þar sem dæmalaus svik, prettir og svindl koma við sögu. Halldór Viðar auglýsti íbúð á Norðurbakkanum í Hafnarfirði á vefsíðunni Bland síðastliðið haust. Leigði hann Óskari Brynjólfssyni íbúðina og krafðist 700 þúsund króna í fyrirframgreidda leigu en leiguverð íbúðarinnar var 300 þúsund krónur á mánuði. Þetta fjölskyldufólk, í góðri trú, greiddi umsamda upphæð, flutti inn, og greiddi Halldóri leigu samviskusamlega. „Í byrjun janúar er svo bankað upp á. Voru þar á ferðinni raunverulegir eigendur íbúðarinnar. Þá komst upp að íbúðin var ekkert í eigu Halldórs,“ segir Óskar. „Halldór Viðar greiddi því ekki leiguna til eigenda íbúðarinnar og stakk peningum okkar í eigin vasa. Hafði hann rúma eina og hálfa milljón króna af okkur. Við höfum kært málið til lögreglu sem og eigandi íbúðarinnar. Við eigum samskipti við hann sem sýna hvernig hann fer að þessu,“ bætir Óskar við. Svipaða sögu hefur Ingólfur Ágúst Hreinsson af viðskiptum við Halldór Sanne að segja. Halldór ætlaði að hjálpa honum að fá leigða íbúð í Perlukór í Kópavogi. Ingólfur segir Halldór hafa vélað hann til að leigja íbúðina á nafni Halldórs og sannfærði hann um að allir vildu leigja Halldóri íbúðir. Þegar yfir lauk hafði Halldór náð af honum um tveimur milljónum króna. „Ég eiginlega skammast mín fyrir að hafa látið manninn fara svona með mig en hann náði mér á flug. Ég kærði málið til lögreglu í haust,“ segir Ingólfur. „Rannsókn er hins vegar ekki hafin á þessu. Á meðan heldur hann áfram.“ Þessar sögur virðast ríma ágætlega við sögu Bergljótar Snorradóttur en hún hefur einnig kært Halldór fyrir að hafa af sér fé. Þá sagðist Halldór iðrast þeirra gjörða sinna en taldi sig nýjan og breyttan mann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira