Enginn fótur fyrir Gróusögu á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 22. mars 2017 19:30 Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé. Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira
Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra segir ekkert til í fullyrðingum Elsu Láru Arnardóttur þingmans Framsóknarflokksins á Alþingi í dag, að hann sé að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Það gerist ekki oft að þingmenn vitni beinlínisí gróusögur í ræðustól Alþingis. En það gerðist í dag þegar þingmaður Framsóknarflokksins sagðist hafa heyrt á göngum þingsins að heilbrigðisráðherra væri búinn að semja um aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfnu. „Það er margt sem hægt væri að ræða hér í dag hvað varðar störf þingsins. Má þar meðal annars nefna að aðilar hafa komið að máli við nokkra háttvirta þingmenn og sagt að nú þegar hefði háttvirtur heilbrigðisráðherra gefið leyfi fyrir því að fyrsta einkarekna sjúkrahúsþjónustan hér á landi geti hafið þjónustu sína. Ég háttvirtur þingmaður hef ekki heyrt fréttir þessa efnis frá hæstvirtum heilbrigðisráðherra og þetta mál hefur ekki komið fyrir háttvirt Alþingi. Ég get því ekki annað en spurt hér í ræðustól Alþingis hvort hæstvirtur heilbrigðisráðherra sé búinn að stíga stærstu skref í einkavæðingu heilbrigðiskerfisins án þess að koma með málið hér inn til þingsins. getur einhver háttvirtur þingmaður ríkisstjórnarinnar upplýst okkur um málið,“ sagði Elsa Lára. Fréttastofan spurði heilbrigðisráðherra að þessu fyrir þingmanninn.Varstu að ganga frá einhverjum samningum í dag?„Nei ég hef nú ekki gert það. Ég var ekki í þingsal en þetta kemur mér á óvart. Vegna þess að eins og ég hef marg oft sagt meðal annars í þingsal, þá stendur ekki til hjá mér að gera neinar stórar breytingar á heilbrigðiskerfinu eða semja sérstaklega um einkavæðingu eða aukinn einkarekstur. Þannig að ég verð eiginlega að vísa þessu til föðurhúsanna,“ sagði Óttarr Proppé.
Alþingi Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Sjá meira