Vitni lýsa árásinni sem algjörum hryllingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. mars 2017 07:00 Þungvopnað lið lögreglu á vettvangi í gær. Nordicphotos/AFP Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Þingmenn á breska þinginu voru læstir inni í þingsal, umferð var stöðvuð og ýmsar aðrar varúðarráðstafanir voru gerðar í kjölfar árásar í nágrenni breska þinghússins í gær. Málið er rannsakað sem hryðjuverkaárás og fór rannsókn af stað í gær. Lögregla telur að einn árásarmaður hafi verið að verki. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni í Lundúnum sögðu vitni árásarmanninn hafa ekið fólk niður og stungið lögreglumann til bana við þinghúsið. Sjálfur var árásarmaðurinn skotinn á vettvangi, lóð breska þingsins, og lést hann af sárum sínum. Þegar Fréttablaðið fór í prentun voru alls fjórir látnir. Það er lögreglumaðurinn, árásarmaðurinn og tveir aðrir. Sömuleiðis voru rúmlega tuttugu særðir, þar af þrír lögreglumenn og þrjú frönsk skólabörn á unglingsaldri sem voru í vettvangsferð með samnemendum. „Fólk flaug um eins og fótboltar þegar hann ók það niður. Þetta er ekki eitthvað sem ég myndi vilja verða vitni að á hverjum degi,“ sagði vitni að nafni Ismail í viðtali við BBC. Hann, sem og fleiri vitni, lýsti árásinni sem algjörum hryllingi. Sagðist Ismail hafa orðið líkamlega illt þegar hann sá árásarmanninn keyra fólk niður. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Garðar Agnarsson Hall, matreiðslumeistari hjá lávarðadeild þingsins, að engum væri hleypt út og engum inn. „Þetta er bara algjört „lockdown“ eins og þeir kalla það hérna. Við erum raunverulega varin af hryðjuverkalögreglunni. Það er bara búið að loka húsinu en við vitum ekkert meira,“ sagði Garðar. Hann sagði fólk rólegt þó tilfinningin væri óþægileg. Alþjóðasamfélagið vottaði Bretum samúð í kjölfar árásarinnar. Þannig sagði Angela Merkel, kanslari Þýskalands, árásina koma sér í opna skjöldu. „Hugur minn er hjá hinum særðu. Við stöndum með Bretum,“ segir í yfirlýsingu Merkel. FranÇois Hollande, forseti Frakklands, tók í sama streng. „Hryðjuverk hafa áhrif á okkur öll. Frakkar þekkja vel þá þjáningu sem Bretar þurfa að þola í dag,“ segir í yfirlýsingu Hollande. Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sagði Bandaríkin fordæma árásina. Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan, tjáði sig einnig um árásina. Sagði hann að öryggisgæsla í borginni yrði aukin héðan í frá. „Lundúnabúar munu aldrei beygja sig fyrir hryðjuverkamönnum.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira