Tveggja ára settur út í frostið á sokkaleistum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Una Sigríður Jónsdóttir ásamt syni sínum Rúriki Pál Hallgrímssyni. Mynd/Úr einkasafni „Ég er bara svo undrandi á að þetta hafi yfirhöfuð átt sér stað,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir. Tveggja ára sonur hennar var læstur úti í frosti á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. „Ég ræddi við starfsmanninn eftir að þetta gerðist og þá var ekki að heyra mikla eftirsjá í orðum hennar. Þar spurði hún mig hvað ég hefði gert í þessum aðstæðum og að hún hefði nú gert þetta áður við annað barn,“ segir Una Sigríður. Skýringarnar sem Una Sigríður segist hafa fengið voru þær að hegna hafi þurft barninu vegna hegðunar. Drengurinn hafi sömuleiðis verið settur út fyrir í uppeldisskyni. „Barnið mitt var sem sagt að herma eftir öðru barni og fór ekki eftir fyrirmælum leikskólakennarans. Því ákvað leikskólakennarinn að grípa til þess ráðs að setja hann út í frostið án hlífðarfatnaðar til að kenna honum lexíu,“ vitnar Una Sigríður til þeirra skýringa sem henni voru gefnar. Una ákvað að skrifa um atburðinn á Facebook-síðu sína um kvöldið. Viðbrögðin voru mjög hörð og í gær boðuðu skólayfirvöld hana á fund til að ræða saman. „Það var svo ekki fyrr en í gær, eftir fund með leikskólastjóra og fræðslustjóra Fjarðabyggðar, að ég er beðin afsökunar og að allir hlutaðeigandi séu sammála um að þessi vinnubrögð hafi ekki verið í lagi,“ segir Una Sigríður. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, segir málið hafa verið tekið fyrir strax í gærmorgun er bæjaryfirvöld heyrðu af því. Málið verði áfram í vinnslu til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Við hörmum það sem gerðist og höfum beðið hlutaðeigandi aðila afsökunar á að þetta atvik hafi átt sér stað. Við munum í framhaldinu tryggja það að slíkt gerist ekki aftur og munum læra af þessu,“ segir Þóroddur. Hitastigið hafi verið í kringum frostmark. „Svona vinnubrögð viljum við ekki sjá á okkar leikskólum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég er bara svo undrandi á að þetta hafi yfirhöfuð átt sér stað,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir. Tveggja ára sonur hennar var læstur úti í frosti á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. „Ég ræddi við starfsmanninn eftir að þetta gerðist og þá var ekki að heyra mikla eftirsjá í orðum hennar. Þar spurði hún mig hvað ég hefði gert í þessum aðstæðum og að hún hefði nú gert þetta áður við annað barn,“ segir Una Sigríður. Skýringarnar sem Una Sigríður segist hafa fengið voru þær að hegna hafi þurft barninu vegna hegðunar. Drengurinn hafi sömuleiðis verið settur út fyrir í uppeldisskyni. „Barnið mitt var sem sagt að herma eftir öðru barni og fór ekki eftir fyrirmælum leikskólakennarans. Því ákvað leikskólakennarinn að grípa til þess ráðs að setja hann út í frostið án hlífðarfatnaðar til að kenna honum lexíu,“ vitnar Una Sigríður til þeirra skýringa sem henni voru gefnar. Una ákvað að skrifa um atburðinn á Facebook-síðu sína um kvöldið. Viðbrögðin voru mjög hörð og í gær boðuðu skólayfirvöld hana á fund til að ræða saman. „Það var svo ekki fyrr en í gær, eftir fund með leikskólastjóra og fræðslustjóra Fjarðabyggðar, að ég er beðin afsökunar og að allir hlutaðeigandi séu sammála um að þessi vinnubrögð hafi ekki verið í lagi,“ segir Una Sigríður. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, segir málið hafa verið tekið fyrir strax í gærmorgun er bæjaryfirvöld heyrðu af því. Málið verði áfram í vinnslu til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Við hörmum það sem gerðist og höfum beðið hlutaðeigandi aðila afsökunar á að þetta atvik hafi átt sér stað. Við munum í framhaldinu tryggja það að slíkt gerist ekki aftur og munum læra af þessu,“ segir Þóroddur. Hitastigið hafi verið í kringum frostmark. „Svona vinnubrögð viljum við ekki sjá á okkar leikskólum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira