Tveggja ára settur út í frostið á sokkaleistum Sveinn Arnarsson skrifar 24. mars 2017 07:00 Una Sigríður Jónsdóttir ásamt syni sínum Rúriki Pál Hallgrímssyni. Mynd/Úr einkasafni „Ég er bara svo undrandi á að þetta hafi yfirhöfuð átt sér stað,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir. Tveggja ára sonur hennar var læstur úti í frosti á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. „Ég ræddi við starfsmanninn eftir að þetta gerðist og þá var ekki að heyra mikla eftirsjá í orðum hennar. Þar spurði hún mig hvað ég hefði gert í þessum aðstæðum og að hún hefði nú gert þetta áður við annað barn,“ segir Una Sigríður. Skýringarnar sem Una Sigríður segist hafa fengið voru þær að hegna hafi þurft barninu vegna hegðunar. Drengurinn hafi sömuleiðis verið settur út fyrir í uppeldisskyni. „Barnið mitt var sem sagt að herma eftir öðru barni og fór ekki eftir fyrirmælum leikskólakennarans. Því ákvað leikskólakennarinn að grípa til þess ráðs að setja hann út í frostið án hlífðarfatnaðar til að kenna honum lexíu,“ vitnar Una Sigríður til þeirra skýringa sem henni voru gefnar. Una ákvað að skrifa um atburðinn á Facebook-síðu sína um kvöldið. Viðbrögðin voru mjög hörð og í gær boðuðu skólayfirvöld hana á fund til að ræða saman. „Það var svo ekki fyrr en í gær, eftir fund með leikskólastjóra og fræðslustjóra Fjarðabyggðar, að ég er beðin afsökunar og að allir hlutaðeigandi séu sammála um að þessi vinnubrögð hafi ekki verið í lagi,“ segir Una Sigríður. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, segir málið hafa verið tekið fyrir strax í gærmorgun er bæjaryfirvöld heyrðu af því. Málið verði áfram í vinnslu til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Við hörmum það sem gerðist og höfum beðið hlutaðeigandi aðila afsökunar á að þetta atvik hafi átt sér stað. Við munum í framhaldinu tryggja það að slíkt gerist ekki aftur og munum læra af þessu,“ segir Þóroddur. Hitastigið hafi verið í kringum frostmark. „Svona vinnubrögð viljum við ekki sjá á okkar leikskólum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
„Ég er bara svo undrandi á að þetta hafi yfirhöfuð átt sér stað,“ segir Una Sigríður Jónsdóttir. Tveggja ára sonur hennar var læstur úti í frosti á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði á miðvikudaginn. „Ég ræddi við starfsmanninn eftir að þetta gerðist og þá var ekki að heyra mikla eftirsjá í orðum hennar. Þar spurði hún mig hvað ég hefði gert í þessum aðstæðum og að hún hefði nú gert þetta áður við annað barn,“ segir Una Sigríður. Skýringarnar sem Una Sigríður segist hafa fengið voru þær að hegna hafi þurft barninu vegna hegðunar. Drengurinn hafi sömuleiðis verið settur út fyrir í uppeldisskyni. „Barnið mitt var sem sagt að herma eftir öðru barni og fór ekki eftir fyrirmælum leikskólakennarans. Því ákvað leikskólakennarinn að grípa til þess ráðs að setja hann út í frostið án hlífðarfatnaðar til að kenna honum lexíu,“ vitnar Una Sigríður til þeirra skýringa sem henni voru gefnar. Una ákvað að skrifa um atburðinn á Facebook-síðu sína um kvöldið. Viðbrögðin voru mjög hörð og í gær boðuðu skólayfirvöld hana á fund til að ræða saman. „Það var svo ekki fyrr en í gær, eftir fund með leikskólastjóra og fræðslustjóra Fjarðabyggðar, að ég er beðin afsökunar og að allir hlutaðeigandi séu sammála um að þessi vinnubrögð hafi ekki verið í lagi,“ segir Una Sigríður. Þóroddur Helgason, fræðslustjóri Fjarðabyggðar, segir málið hafa verið tekið fyrir strax í gærmorgun er bæjaryfirvöld heyrðu af því. Málið verði áfram í vinnslu til að tryggja að slíkt gerist ekki aftur. „Við hörmum það sem gerðist og höfum beðið hlutaðeigandi aðila afsökunar á að þetta atvik hafi átt sér stað. Við munum í framhaldinu tryggja það að slíkt gerist ekki aftur og munum læra af þessu,“ segir Þóroddur. Hitastigið hafi verið í kringum frostmark. „Svona vinnubrögð viljum við ekki sjá á okkar leikskólum.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira