Stefna á 5% hlut af Bandaríkjamarkaði Svavar Hávarðsson skrifar 25. mars 2017 07:00 Aðalstöðvar Kerecis eru á Ísafirði og þar eru allar vörur fyrirtækisins framleiddar. Mynd/Kerecis Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kerecis hefur tryggt samstarf við PolyMedics Innovation (PMI), bandarískt-þýskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í vörum til meðhöndlunar á brunasárum. Ný vara Kerecis, Omega3 Burn, verður á grun samningsins selt í Bandaríkjunum, en sölunet PMI nær til 36 landa. „Þetta er mikilvægur áfangi fyrir okkur en með þessu erum við komin með tvær vörur sem seldar eru í gegnum tvö sölukerfi í Bandaríkjunum. Sáravöruna fyrir þrálát sár sem við höfum verið að selja síðan í ársbyrjun 2016 með eigin sölumönnum og umboðssölumönnum og svo þessa nýju vöru sem seld verður gegnum sérhæft söluteymi PolyMedics til brunasáradeilda sjúkrahúsa vítt og breytt um Bandaríkin,“ segir Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Haustið 2014 samdi ísfirska Kerecis við rannsóknarstofnanir bandaríska varnarmálayfirvalda. Vörur Kerecis eru úr þorskroði. Sá samningur laut að rannsóknum á tækni Kerecis til að meðhöndla alvarleg brunasár. Lítur varan nú dagsins ljós.Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis„Nú í upphafi nær samstarfið aðeins til Bandaríkjanna. Það er líklegt að við munum víkka út samstarfið til fleiri markaða,“ segir Guðmundur Fertram. Markaður fyrir brunavörur í Bandaríkjunum var jafnvirði tæplega 80 milljarða íslenskra króna árið 2016. „Markmið okkar er að ná fimm prósent markaðshlutadeild á næstu fimm árum.“ Varan [Kerecis Omega3 Burn] byggir á sama grunni og vara Kerecis fyrir þrálát sár [Kerecis Omega 3 Wound]. Unnið hefur verið að markaðssetningu nýju vörunnar í tvö ár í samstarfi við íslenska og erlenda sérfræðinga. Þar á meðal er Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, Kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands, Rannsóknarmiðstöð bandaríska sjóhersins og Sárarannsóknarsetur bandaríska landhersins. „Öramyndun sem oft verður eftir alvarleg brunasár er alvarlegt vandamál og veldur skertri hreyfigetu. Til viðbótar að loka sárum hraðar og minnka sársauka benda rannsóknir okkar til að öramyndun sé minni þegar sáraroðið er notað, og þar af leiðandi verði minni vandamál með skerðingu á hreyfigetu,“ segir Guðmundur Fertram. Lengi hefur besta meðhöndlun alvarlegra brunasára verið talin skinnágræðsla þar sem húð er flutt af einum stað líkamans á annan með tilheyrandi öramyndun og sársauka. Aðrar vörur á markaði til meðhöndlunar brunasára eru gjafahúð af svínum eða húð látins fólks. Þessari gjafahúð fylgir sýkingarhætta sem kallar á flókna vinnsluaðferðir sem fjarlægir og breytir náttúrulegri samsetningu gjafahúðarinnar og minnkar virkni hennar. Engin smithætta er á milli þorsks og manna og því eru öll innihaldsefni þorskroðsins varðveitt í vörur Kerecis og hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum kínískum rannsóknum að virknin verður því betri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Sjá meira