Fangelsið hálftómt en biðlistinn lengist Sveinn Arnarsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Fangelsið á Hólmsheiði er fyrsta byggingin sem Íslendingar reisa gagngert sem fangelsi á lýðveldistímanum. vísir/gva Af 56 plássum í fangelsinu á Hólmsheiði eru aðeins 30 pláss nýtt. Stendur því nær helmingur fangelsisins auður. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur lengst frá því nýtt húsnæði á Hólmsheiði var tekið í notkun. Bygging fangelsisins kostaði tæpir þrjá milljarða króna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það langtímaverkefni að vinda ofan af boðunarlistanum sem hefur myndast síðasta áratug. Hann sé þess fullviss að fangelsið á Hólmsheiði muni hafa jákvæð áhrif í þeim efnum.Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Pláss er fyrir 56 fanga í fangelsinu miðað við 100 prósent nýtingu. Nýting umfram 90 prósent er hins vegar ekki raunhæf,“ segir Páll. Hins vegar sé nýtingin um 53 prósent núna. „Um er að ræða fangelsi sem gegnir þrískiptu hlutverki; móttökufangelsi, langtímavistunarfangelsi fyrir konur og gæsluvarðhaldseinangrunarfangelsi,“ segir Páll. Fangelsið hefur verið tekið í notkun sem langtímavistunarfangelsi fyrir konur auk þess að gegna hlutverki móttökufangelsis. Gæsluvarðhaldshlutverk fangelsisins hefur enn ekki verið virkjað og vistast einangrunarfangar á Litla-Hrauni. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur verið gríðarlega langur síðustu ár og hafa fangar þurft að bíða lengi eftir að afplána dóma sína. Um 450 einstaklingar hafa verið á biðlista síðustu ár eftir afplánun en þessi biðlisti var tómur árið 2007. Ekki verður hægt að fullnýta fangelsið á Hólmsheiði fyrr en í fyrsta lagi í lok árs þegar viðgerðum á Litla-Hrauni lýkur. „Gæsluvarðhaldseinangrun hefur ekki verið tekin í notkun en auk þess er mikilvægt að taka nýtt fangelsi í notkun á þeim hraða sem allir ráða við,“ segir Páll. Því sé ekki ráðlegt að fylla fangelsið strax á fyrstu dögum rekstrar. „Þá þurfum við að eiga laus pláss fyrir sumarið þar sem loka þarf einu fangahúsi á Litla-Hrauni í allt sumar vegna viðhalds. Í því búa 22 fangar og þarf að finna þeim aðrar vistarverur yfir sumarmánuðina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Af 56 plássum í fangelsinu á Hólmsheiði eru aðeins 30 pláss nýtt. Stendur því nær helmingur fangelsisins auður. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur lengst frá því nýtt húsnæði á Hólmsheiði var tekið í notkun. Bygging fangelsisins kostaði tæpir þrjá milljarða króna. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir það langtímaverkefni að vinda ofan af boðunarlistanum sem hefur myndast síðasta áratug. Hann sé þess fullviss að fangelsið á Hólmsheiði muni hafa jákvæð áhrif í þeim efnum.Páll Winkel, fangelsismálastjóri.vísir/andri marinó„Pláss er fyrir 56 fanga í fangelsinu miðað við 100 prósent nýtingu. Nýting umfram 90 prósent er hins vegar ekki raunhæf,“ segir Páll. Hins vegar sé nýtingin um 53 prósent núna. „Um er að ræða fangelsi sem gegnir þrískiptu hlutverki; móttökufangelsi, langtímavistunarfangelsi fyrir konur og gæsluvarðhaldseinangrunarfangelsi,“ segir Páll. Fangelsið hefur verið tekið í notkun sem langtímavistunarfangelsi fyrir konur auk þess að gegna hlutverki móttökufangelsis. Gæsluvarðhaldshlutverk fangelsisins hefur enn ekki verið virkjað og vistast einangrunarfangar á Litla-Hrauni. Biðlisti fanga eftir afplánun hefur verið gríðarlega langur síðustu ár og hafa fangar þurft að bíða lengi eftir að afplána dóma sína. Um 450 einstaklingar hafa verið á biðlista síðustu ár eftir afplánun en þessi biðlisti var tómur árið 2007. Ekki verður hægt að fullnýta fangelsið á Hólmsheiði fyrr en í fyrsta lagi í lok árs þegar viðgerðum á Litla-Hrauni lýkur. „Gæsluvarðhaldseinangrun hefur ekki verið tekin í notkun en auk þess er mikilvægt að taka nýtt fangelsi í notkun á þeim hraða sem allir ráða við,“ segir Páll. Því sé ekki ráðlegt að fylla fangelsið strax á fyrstu dögum rekstrar. „Þá þurfum við að eiga laus pláss fyrir sumarið þar sem loka þarf einu fangahúsi á Litla-Hrauni í allt sumar vegna viðhalds. Í því búa 22 fangar og þarf að finna þeim aðrar vistarverur yfir sumarmánuðina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Rúmlega þrjátíu fangelsisdómar fyrndust í fyrra Á síðasta ári fyrndust þrjátíu og fjórir fangelsisdómar þar sem of langur tími var liðinn frá dómuppkvaðninu þar til afplánun gat hafist. 15. mars 2017 12:35