Brynjar segir að Sigmundur Davíð verði að segja hreint út hvort honum hafi verið boðnar mútur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 10:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verði að segja hreint út hvort að aðilar á vegum vogunarsjóða hafi reynt að múta honum þegar hann var forsætisráðherra. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni lýsti Sigmundur Davíð samskiptum sem hann hafði átt við starfsmenn vogunarsjóða sem áttu hagsmuna að gæta á Íslandi. Mátti skilja það sem svo, án þess að Sigmundur Davíð segði það berum orðum, að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti reynt að múta forsætisráðherranum fyrrverandi, til þess að fá fram hagfellda niðurstöðu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld.Verður að segja nákvæmlega hvað menn voru að reyna að geraBrynjar Níelsson, sem er formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var spurður út í orð Sigmundar Davíðs í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. sagði hann að ljóst væri að ef Sigmundur Davíð væri að segja að honum hefði verið boðnar mútur væri það alvarlegt mál. Hann væri þó ekki viss um að slíkt hafi átt sér stað. „Það er hægt að skilja þetta þannig auðvitað. En mér fannst hann ekki nógu alveg skýr í orðum til þess að ég ætli að draga þá ályktun alveg svona eins og ekkert sé,“ sagði Brynjar aðspurður um hvort að skilja mætti orð Sigmundar Davíðs þannig að honum hefði verið boðnar mútur. Spurður að því hvort að hann, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, myndi skoða þetta mál frekar, sagði hann að Sigmundur Davíð þyrfti hreinlega að skýra mál sitt. „Ég vil auðvitað að fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist úr því að hann er búinn að segja það hálfpartinn, gefa það í skyn að honum hafi verið mútað,“ sagði Brynjar. „Hann verður að segja það nákvæmlega hvað menn voru að reyna að gera.“ Hlusta má á viðtali við Brynjar í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á viðtali við Sigmund Davið í Sprengisandi í gær. Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verði að segja hreint út hvort að aðilar á vegum vogunarsjóða hafi reynt að múta honum þegar hann var forsætisráðherra. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni lýsti Sigmundur Davíð samskiptum sem hann hafði átt við starfsmenn vogunarsjóða sem áttu hagsmuna að gæta á Íslandi. Mátti skilja það sem svo, án þess að Sigmundur Davíð segði það berum orðum, að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti reynt að múta forsætisráðherranum fyrrverandi, til þess að fá fram hagfellda niðurstöðu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld.Verður að segja nákvæmlega hvað menn voru að reyna að geraBrynjar Níelsson, sem er formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var spurður út í orð Sigmundar Davíðs í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. sagði hann að ljóst væri að ef Sigmundur Davíð væri að segja að honum hefði verið boðnar mútur væri það alvarlegt mál. Hann væri þó ekki viss um að slíkt hafi átt sér stað. „Það er hægt að skilja þetta þannig auðvitað. En mér fannst hann ekki nógu alveg skýr í orðum til þess að ég ætli að draga þá ályktun alveg svona eins og ekkert sé,“ sagði Brynjar aðspurður um hvort að skilja mætti orð Sigmundar Davíðs þannig að honum hefði verið boðnar mútur. Spurður að því hvort að hann, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, myndi skoða þetta mál frekar, sagði hann að Sigmundur Davíð þyrfti hreinlega að skýra mál sitt. „Ég vil auðvitað að fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist úr því að hann er búinn að segja það hálfpartinn, gefa það í skyn að honum hafi verið mútað,“ sagði Brynjar. „Hann verður að segja það nákvæmlega hvað menn voru að reyna að gera.“ Hlusta má á viðtali við Brynjar í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á viðtali við Sigmund Davið í Sprengisandi í gær.
Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49