Brynjar segir að Sigmundur Davíð verði að segja hreint út hvort honum hafi verið boðnar mútur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. mars 2017 10:45 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verði að segja hreint út hvort að aðilar á vegum vogunarsjóða hafi reynt að múta honum þegar hann var forsætisráðherra. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni lýsti Sigmundur Davíð samskiptum sem hann hafði átt við starfsmenn vogunarsjóða sem áttu hagsmuna að gæta á Íslandi. Mátti skilja það sem svo, án þess að Sigmundur Davíð segði það berum orðum, að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti reynt að múta forsætisráðherranum fyrrverandi, til þess að fá fram hagfellda niðurstöðu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld.Verður að segja nákvæmlega hvað menn voru að reyna að geraBrynjar Níelsson, sem er formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var spurður út í orð Sigmundar Davíðs í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. sagði hann að ljóst væri að ef Sigmundur Davíð væri að segja að honum hefði verið boðnar mútur væri það alvarlegt mál. Hann væri þó ekki viss um að slíkt hafi átt sér stað. „Það er hægt að skilja þetta þannig auðvitað. En mér fannst hann ekki nógu alveg skýr í orðum til þess að ég ætli að draga þá ályktun alveg svona eins og ekkert sé,“ sagði Brynjar aðspurður um hvort að skilja mætti orð Sigmundar Davíðs þannig að honum hefði verið boðnar mútur. Spurður að því hvort að hann, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, myndi skoða þetta mál frekar, sagði hann að Sigmundur Davíð þyrfti hreinlega að skýra mál sitt. „Ég vil auðvitað að fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist úr því að hann er búinn að segja það hálfpartinn, gefa það í skyn að honum hafi verið mútað,“ sagði Brynjar. „Hann verður að segja það nákvæmlega hvað menn voru að reyna að gera.“ Hlusta má á viðtali við Brynjar í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á viðtali við Sigmund Davið í Sprengisandi í gær. Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, verði að segja hreint út hvort að aðilar á vegum vogunarsjóða hafi reynt að múta honum þegar hann var forsætisráðherra. Í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni lýsti Sigmundur Davíð samskiptum sem hann hafði átt við starfsmenn vogunarsjóða sem áttu hagsmuna að gæta á Íslandi. Mátti skilja það sem svo, án þess að Sigmundur Davíð segði það berum orðum, að þeir hefðu á einhverjum tímapunkti reynt að múta forsætisráðherranum fyrrverandi, til þess að fá fram hagfellda niðurstöðu í viðræðum sínum við íslensk stjórnvöld.Verður að segja nákvæmlega hvað menn voru að reyna að geraBrynjar Níelsson, sem er formaður stjórskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, var spurður út í orð Sigmundar Davíðs í þættinum Í bítinu á Bylgjunni í morgun. sagði hann að ljóst væri að ef Sigmundur Davíð væri að segja að honum hefði verið boðnar mútur væri það alvarlegt mál. Hann væri þó ekki viss um að slíkt hafi átt sér stað. „Það er hægt að skilja þetta þannig auðvitað. En mér fannst hann ekki nógu alveg skýr í orðum til þess að ég ætli að draga þá ályktun alveg svona eins og ekkert sé,“ sagði Brynjar aðspurður um hvort að skilja mætti orð Sigmundar Davíðs þannig að honum hefði verið boðnar mútur. Spurður að því hvort að hann, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, myndi skoða þetta mál frekar, sagði hann að Sigmundur Davíð þyrfti hreinlega að skýra mál sitt. „Ég vil auðvitað að fyrrverandi forsætisráðherra segi nákvæmlega hvað gerðist úr því að hann er búinn að segja það hálfpartinn, gefa það í skyn að honum hafi verið mútað,“ sagði Brynjar. „Hann verður að segja það nákvæmlega hvað menn voru að reyna að gera.“ Hlusta má á viðtali við Brynjar í spilaranum hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á viðtali við Sigmund Davið í Sprengisandi í gær.
Tengdar fréttir Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35 Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Uggandi yfir nýjum eigendum Arion: Greiddu milljarða í sekt vegna mútumáls „Sumum hefur þótt það merki um "paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“ 19. mars 2017 23:35
Sigmundur Davíð segir vogunarsjóðina ekki kaupa Arion til að innleiða ný vinnubrögð í bankastarfsemi Hann spyr hver sé raunverulegur tilgangur kaupanna og efast um að þau sé gerð með hagsmuni íslensks samfélags að sjónarmiði. 20. mars 2017 19:49