Gengið verður ekki fellt og veiðigjöld verða ekki lækkuð Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Benedikt Jóhannesson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir vísir/ernir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengið verði ekki fellt fyrir stórútgerðir og veiðigjöld verði heldur ekki lækkuð. Hún biðlar til fyrirtækja í sjávarútvegi að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem þeim er veittur réttur á auðlind þjóðarinnar til reksturs. Fyrirtækin hafi sýnt fram á mikinn hagnað síðustu ár en einnig þurfi að horfa til þess að styrkja byggð á landinu öllu. „Gengið verður ekki fellt. Það sem skiptir mestu máli er að taka á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga. Við sjáum sama vandann víða um land sem er of sterkt gengi krónunnar. Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu. Nú erum við búin að setja á laggirnar starfshóp sem á að skoða þessi mál gaumgæfilega og ég vona að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu,“ segir Þorgerður Katrín Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, telur stöðu HB Granda og lokun fyrirtækisins á Akranesi sýna svo ekki verði um villst að veiðigjöld á sjávarútvegi séu of há og þau þyrftu að lækka til að tryggja atvinnuöryggi hinna dreifðu byggða. Sjávarútvegsráðherra er ósammála mati hans í þeim efnum. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ segir Þorgerður Katrín. „Við skulum hafa það hugfast að útgerðin var ekki til í að greiða hærri veiðigjöld þegar gengið var veikt. Sanngirni verður að ganga í báðar áttir.“ Ef af ákvörðun HB Granda stendur mun Akraneskaupstaður verða af miklum fjármunum í formi útsvars og afleiddra tekna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að gengið verði ekki fellt fyrir stórútgerðir og veiðigjöld verði heldur ekki lækkuð. Hún biðlar til fyrirtækja í sjávarútvegi að sýna samfélagslega ábyrgð þar sem þeim er veittur réttur á auðlind þjóðarinnar til reksturs. Fyrirtækin hafi sýnt fram á mikinn hagnað síðustu ár en einnig þurfi að horfa til þess að styrkja byggð á landinu öllu. „Gengið verður ekki fellt. Það sem skiptir mestu máli er að taka á gjaldmiðlamálum okkar Íslendinga. Við sjáum sama vandann víða um land sem er of sterkt gengi krónunnar. Við hljótum öll að sjá að það gengur ekki lengur að vera með íslenska krónu. Nú erum við búin að setja á laggirnar starfshóp sem á að skoða þessi mál gaumgæfilega og ég vona að sá hópur vinni hratt og örugglega að lausn á málinu,“ segir Þorgerður Katrín Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, telur stöðu HB Granda og lokun fyrirtækisins á Akranesi sýna svo ekki verði um villst að veiðigjöld á sjávarútvegi séu of há og þau þyrftu að lækka til að tryggja atvinnuöryggi hinna dreifðu byggða. Sjávarútvegsráðherra er ósammála mati hans í þeim efnum. „Það er ekki á dagskrá að lækka veiðigjöldin. Ég er mjög treg til þess,“ segir Þorgerður Katrín. „Við skulum hafa það hugfast að útgerðin var ekki til í að greiða hærri veiðigjöld þegar gengið var veikt. Sanngirni verður að ganga í báðar áttir.“ Ef af ákvörðun HB Granda stendur mun Akraneskaupstaður verða af miklum fjármunum í formi útsvars og afleiddra tekna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka Erlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Leggur til lækkun veiðigjalda til að auka starfsöryggi Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir hætt við að mál HB Granda sé ekki einangrað tilvik. 28. mars 2017 14:17