Útspil HB Granda heppnaðist Sveinn Arnarsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á Skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar samþykkti á fundi sínum í gær viljayfirlýsingu til útgerðarfyrirtækisins HB Granda sem felur í sér stórbætta aðstöðu til landvinnslu á Akranesi. Kostnaður við uppbygginguna mun hlaupa á milljörðum. „Þessi yfirlýsing sýnir HB Granda að við erum tilbúin til að ganga mjög langt til þess að mæta kröfum þeirra og bæta aðstöðu þeirra til bolfiskvinnslu hér á Akranesi,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi. „Við ætlum okkur, ef ásættanleg lending næst, að sýna þeim að aðstaðan hér er miklu betri en í Reykjavík. Þessa yfirlýsingu vonumst við til að forstjóri HB Granda fari með inn á stjórnarfund fyrirtækisins á morgun [í dag] þar sem málin verði rædd.“ Í yfirlýsingu bæjarins kemur fram vilji til að búa til svæði fyrir frystigeymslu auk vinnsluhúsa og að viðlegukantar verði það stórir að þeir taki við flota félagsins. „Bæjarstjórn Akraness óskar eftir því við stjórn HB Granda að fresta um mánuð áformum um lokun botnfiskvinnslu á Akranesi og endurskoða áform sín í ljósi ofangreinds,“ segir í yfirlýsingunni. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, sagðist í gærkvöldi ekki geta metið það hvort yfirlýsing bæjarfélagsins breytti nokkru um stöðu mála. Hann sagði það verða rætt á stjórnarfundi í dag. Hann vildi heldur ekki svara því beint hve mikið fyrirtækið áætlaði að tap þess af landvinnslu á Akranesi yrði. „Við getum ekki fjallað um það sérstaklega. Fyrirtækið er á markaði og við getum ekki verið að tína einstakar tölur út úr rekstrinum,“ segir Vilhjálmur. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, segir mikilvægt að horft verði á stóru myndina og hvernig hún sé að teiknast upp. Að hennar mati þurfi að horfa til veiðigjaldalækkunar ef íslenskur sjávarútvegur þurfi að lifa við áframhaldandi sterkt gengi næstu misseri. „Í mínum huga eru veiðigjöld leggur tvö í þessari umræðu. Fyrst þurfum við að setja niður skynsamlega peningastefnu. Vaxtastig er hátt og gengi krónunnar of sterkt,“ segir Heiðrún Lind. „Ef krónan helst sterk og sjávarútvegurinn getur ekki staðið undir veiðigjöldunum þá þarf að skoða það í framhaldinu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Biðla til HB Granda um að fresta áformum sínum Bæjarstjórn Akraness samþykkir viljayfirlýsingu um að bæta aðstöðu á hafnarsvæðinu í bænum til að freista þess að fá HB Granda til að halda áfram starfsemi sinni þar. 28. mars 2017 18:21
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00