„Þeir sem vilja fara með vinnsluna til útlanda, þeir fara bara til andskotans“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2017 16:06 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði ummæli Píratans fyrir neðan allar hellur. Vísir/Vilhelm Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par hrifinn af orðum Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 þess efnis í gær að sjávarútvegsfyrirtæki íhugi að flytja fiskvinnslu að einhverju leyti erlendis vegna mikillar styrkingar krónunnar. Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og sagði að orð Heiðrúnar hefðu komið honum á óvart. „Ég velti fyrir mér hvort að greinin ætli að snúa baki við þeim gæðum fiskvinnslunnar sem fylgja því að nota ferska vatnið okkar og hreinleika íslenskrar náttúru sem hefur verið eitt af aðalsmerkjum útflutningsgreinarinnar. Og er talsmaðurinn búinn að gleyma hruninu þegar gengið féll um tugi prósenta árið 2007, þegar tekjur útgerðarinnar margfölduðust og arður og hagnaður greinarinnar fór í sögulegar hæðir. Á sama tíma hrundi kaupmáttur launafólks í landinu og skuldir fiskverkafólksins upp í rjáfur,“ sagði Ásmundur og bætti við að fiskverkafólk hafi samt mætt í vinnu og staðið sína pligt. „Nú þegar við erum að fást við tímabundið vandamál sem kemur af mikilli velgengni í landinu þá kemur talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja og hótar því að fara með fiskinn úr landi.“ Ásmundur sagði að það væri nóg af fólki hér heima sem vilji vinna fiskinn hér. „Þing og þjóð lætur ekki hóta sér svona. Það hótar enginn okkur því að fara með fiskinn til útlanda, það bara kemur ekki til greina. Ég trúi því ekki að stór hluti þeirra sem hafa kvótann í höndunum taki undir þessi orð. Ég svara nú bara þessu fólki á sjómannamáli: þeir sem vilja vinnsluna til útlanda, þeir fara bara til andskotans,“ sagið Ásmundur en Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, beindi því þá til þingmanna að gæta orða sinna. Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ekki par hrifinn af orðum Heiðrúnar Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, sem hún lét falla í kvöldfréttum Stöðvar 2 þess efnis í gær að sjávarútvegsfyrirtæki íhugi að flytja fiskvinnslu að einhverju leyti erlendis vegna mikillar styrkingar krónunnar. Þingmaðurinn tók til máls undir liðnum störf þingsins og sagði að orð Heiðrúnar hefðu komið honum á óvart. „Ég velti fyrir mér hvort að greinin ætli að snúa baki við þeim gæðum fiskvinnslunnar sem fylgja því að nota ferska vatnið okkar og hreinleika íslenskrar náttúru sem hefur verið eitt af aðalsmerkjum útflutningsgreinarinnar. Og er talsmaðurinn búinn að gleyma hruninu þegar gengið féll um tugi prósenta árið 2007, þegar tekjur útgerðarinnar margfölduðust og arður og hagnaður greinarinnar fór í sögulegar hæðir. Á sama tíma hrundi kaupmáttur launafólks í landinu og skuldir fiskverkafólksins upp í rjáfur,“ sagði Ásmundur og bætti við að fiskverkafólk hafi samt mætt í vinnu og staðið sína pligt. „Nú þegar við erum að fást við tímabundið vandamál sem kemur af mikilli velgengni í landinu þá kemur talsmaður sjávarútvegsfyrirtækja og hótar því að fara með fiskinn úr landi.“ Ásmundur sagði að það væri nóg af fólki hér heima sem vilji vinna fiskinn hér. „Þing og þjóð lætur ekki hóta sér svona. Það hótar enginn okkur því að fara með fiskinn til útlanda, það bara kemur ekki til greina. Ég trúi því ekki að stór hluti þeirra sem hafa kvótann í höndunum taki undir þessi orð. Ég svara nú bara þessu fólki á sjómannamáli: þeir sem vilja vinnsluna til útlanda, þeir fara bara til andskotans,“ sagið Ásmundur en Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, beindi því þá til þingmanna að gæta orða sinna.
Tengdar fréttir Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45 Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48 HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Fleiri fréttir Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtæki íhuga að færa fiskvinnslu til Bretlands Framkvæmdastjóri SFS segir að varað hafi verið við þessari þróun vegna styrkingar krónunnar en að þeir sem beri ábyrgð á peningastefnu landsins hafi sofnað á verðinum. 28. mars 2017 18:45
Forstjóri HB Granda: „Við erum ekkert í neinum leik“ Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, segir að verði yfir það í dag hvort að áform bæjarstjórnar Akraness um uppbyggingu á hafnarsvæði bæjarins breyti einhverju um þær fyrirætlanir útgerðarinnar að flytja landvinnslu botnfisks frá Skaganum og til Reykjavíkur. 29. mars 2017 09:48
HB Grandi gengur til viðræðna við bæjarstjórn Akranesbæjar HB Grandi hefur ákveðið að ganga til viðræðna við bæjarstjórn Akraness um þau skref sem bærinn er tilbúinn að taka til þess að tryggja að botnfiskvinnslu félagsins á Akranesi verði ekki hætt. 29. mars 2017 15:47
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent