Fjórflokkurinn varð að fimmflokki Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 11. mars 2017 09:30 "Ég áræddi ekki að sýna þekktum flytjendum lögin mín fyrr en fyrir svona tíu árum en hef aldrei fengið nei,“ segir Þorvaldur. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017 Menning Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira
Síðustu tíu til fimmtán ár hef ég verið að skrifa nótur og hef notið þess að mjög góðir flytjendur hafa fengist til að flytja lögin mín,“ segir Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. „Nú eru það verðlaunasöngvararnir Hallveig Rúnarsdóttir og Elmar Gilbertsson, og píanóleikarinn Snorri Sigfús Birgisson, öll í fremstu röð. Kvæðin eru eftir Snorra Hjartarson sem er eitt af mínum eftirlætisskáldum eins og margra annarra.“ Hér er Þorvaldur að lýsa tónleikum í Hannesarholti við Grundarstíg í dag, laugardag, sem hefjast klukkan 16. Hann segir þá verða svolítið öðruvísi en tíðkast. „Tónsetjarinn tekur þá áhættusömu stefnu að reyna að skýra lögin aðeins áður en þau heyrast og ætlar líka að lesa kvæðin,“ segir hann kankvís. Ljóðin eru Haustið er komið, Ísabrot, Vor og Sumarkvöld og þau nefnir Þorvaldur Fjórar árstíðir. Með kvæðinu Í Úlfdölum verða árstíðirnar fimm. Hann segir Kristján Hreinsson, skáld og vin sinn, hafa átt upptökin að því að spyrða ljóð Snorra um árstíðirnar saman og búa til úr þeim ljóðaflokk. „Kristján hugsar svo stórt að hann sendir mér sjaldnast eitt og eitt kvæði til að tónsetja, heldur heilu kippurnar og eins og hlýðinn nemandi geri ég það. Svo barst aðdáunin á Snorra Hjartarsyni í tal og Kristján sagði: „Þú hlýtur að skaffa honum kippu líka.“ Þannig varð til hugmyndin um Fjórar árstíðir, sem ég kalla stundum fjórflokkinn. Svo hreifst ég af lengsta kvæði Snorra sem heitir Í Úlfdölum, fyrsta kvæðinu í fyrstu bókinni hans. Þannig varð fjórflokkurinn að fimmflokki en önnur eins ósköp hafa nú gerst, til dæmis við Austurvöll!“ Þorvaldur segir tónsmíðarnar saklaust tómstundagaman. „Ég hóf þær þó ekki fyrr en eftir fimmtugt. Þetta eru orðin 90 lög og þeim fer fjölgandi. Í sumar eða haust ætla Hallveig og Elmar, ásamt Snorra Sigfúsi, að flytja nýjan sextán laga flokk við kvæði Kristjáns Hreinssonar, þannig að það er ýmislegt í deiglunni. Lögin streyma fram stjórnlaust.“ Þetta tómstundastarf kveðst Þorvaldur nálgast eins og ævistarfið, þar sé ekkert gert nema því sé ætlað talsvert geymsluþol. Því láti hann kvikmynda konsertana. „Lýður Árnason og Íris Sveinsdóttir sjá um upptökur, auk þess að vera læknar eru þau reyndir kvikmyndagerðarmenn,“ segir hann. „Ég fæ ekkert út úr svona viðburðum nema þeir verði aðgengilegir fram í tímann.“ Eftir föður Þorvaldar, Gylfa Þ. Gíslason menntamálaráðherra, liggja falleg lög svo Þorvaldur á ekki langt að sækja hæfileikana. Þó þeir hæfileikar hafi lengi legið í leyni viðurkennir hann að hafa örlítið reynt að semja á yngri árum. „Það var bara fikt sem fór aldrei út fyrir veggi heimilisins. Ég áræddi ekki að sýna lög mín þekktum flytjendum fyrr en fyrir svona tíu árum og hef aldrei fengið nei, ekki enn. Það eru mikil forréttindi fyrir leikmann í þessum bransa að eiga kost á samstarfi og vinfengi við fremstu tónlistarstjörnur landsins. Ég nýt þess eins og barn nýtur jólanna.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. mars 2017
Menning Mest lesið Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Silja hlýtur verðlaun Jónasar Hallgrímssonar Menning Beyoncé tilkynnir næstu plötu sína Tónlist Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið Fleiri fréttir Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Sjá meira