Spenntur fyrir næturlífinu 11. mars 2017 15:00 "Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig.“ visir/Eyþór Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til. Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira
Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til.
Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Lífið Fleiri fréttir Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Sjá meira