Snjóhengjan að bráðna Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 12:26 Daníel bendir á að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki fullnýtt sér þær heimildir sem þeir hafa nú þegar til að auka fjárfestingar sínar erlendis bendir til þess að ólíklegt sé að vænta megi stórfells útflæðis frá þeim á skömmum tíma í kjölfar afnáms haftanna. Viðbrögð markaða í morgun, í kjölfar kynningar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankastjóra um helgina um afnám fjármagnshafta, voru að vissu leyti fyrirsjáanleg. Krónan veikist gagnvart helstu gjaldmiðlum og hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum hækkuðu. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir að breytingarnar muni hafa góð áhrif ef reynt er að horfa á stóru myndina. „Fréttir gærdagsins um svo til fullt afnám fjármagnshafta á þriðjudaginn eru í sjálfu sér ekki óvænt en mjög jákvæð tíðindi. Eftir innleiðingu breytinganna verður flæði fjármagns til og frá landinu meira eða minna óheft með örfáum undantekningum. Í raun var mikilvægasta skrefið í afnámi fjármagnshafta stigið í upphafi árs þegar fjármagnsflutningar frá landinu voru í stórum dráttum gefnir frjálsir fyrir almenning með upphæðartakmörkunum þó,“ segir Daníel.Lánshæfiseinkun ætti að hækkaAð sögn Daníels hafa breytingarnar nú fyrst og fremst jákvætt gildi sem yfirlýsing gagnvart umheiminum að íslenska hagkerfið sé búið að ná sér að fullu eftir fjármála- og efnahagskrísuna í kjölfar bankahrunsins. „Breytingarnar ættu að stuðla að hærri lánshæfiseinkun íslenska ríkisins. Þá munu breytingar á regluverki gjaldeyrismála einfalda mjög rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í innflutningi og útflutningi þar sem flækjustig og skriffinnska í tengslum við gjaldeyrisviðskipti minnkar til muna.“Snjóhengjan að bráðna Þá tilkynnti Seðlabankinn um helgina að samningar hafi náðst við stóran hluta aflandskrónueigendanna um kaup á krónum gegn evrum á genginu 137,5 kr. Þetta tilboð mun standa opið til annarra næstu tvær vikurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður hefur gagnrýnt þetta, sem og fyrrum aðstoðarmaður hans Jóhannes Þór Skúlason. En Daníel sér jákvæð teikn í þessu.Daníel er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Hann segir verulegt nettó innstreymi fjármagns hafa verið frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.„Það er jákvætt að svo virðist sem snjóhengjan svokallaða sé við það að bráðna en það hefur í sjálfu sér lítil áhrif á gjaldeyrismarkað eða aðra markaði hér innanlands þar sem þessar eignar hafa verið einangraðar sértaklega í Seðlabankanum og losun þeirra fjármögnuð úr ríflegum gjaldeyrisforða Seðlabankans.“Krónan gæti átt inni styrkingu ef markaðsöflin fá að ráða Heilt á litið telur Daníel að áhrifin verði góð. „Ég tel að tíðindi dagsins ættu í grundvallaratriðum að hafa góð áhrif á innlenda markaði þegar fram í sækir. Ómögulegt er hins vegar að segja til um skammtímasveiflur á mörkuðum, einkum gjaldeyrismarkaði. Það að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki fullnýtt sér þær heimildir sem þeir hafa nú þegar til að auka fjárfestingar sínar erlendis bendir til þess að ólíklegt sé að vænta megi stórfells útflæðis frá þeim á skömmum tíma í kjölfar afnáms haftanna. Að sama skapi hafa einstaklingar og fyrirtæki haft nokkuð rúmar heimildir til að fjárfesta erlendis frá áramótum sem virðist ekki hafa haft verulegt útflæði í för með sér. Þvert á móti hefur verið verulegt nettó innstreymi fjármagns frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans,“ segir Daníel. Hann bendir á að í ljósi breytinga á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins, jákvæðum horfum um áframhaldandi afgang af viðskiptajöfnuði og gríðarleg gjaldeyriskaup Seðlabankans undanfarin tvö ár megi heita ólíklegt að krónan hafi náð sínu nýja jafnvægisgildi og eigi því enn inni talsverða styrkingu ef markaðsöflunum verður leyft að virka.Óbreyttir stýrivextir„Þá er rétt að minna á að reglur um beitingu fjárstreymistækja verða óbreyttar að svo stöddu þótt þau séu í raun hluti af núgildandi regluverki gjaldeyrismála en vinna stendur yfir við að undirbúa endanlega útfærslu tækisins og „varanlegan lagalegan grundvöll þess“ eins og Seðlabankinn orðar það. Það er því líklegt og einnig skynsamlegt að Seðlabankinn muni áfram hafa verkfæri til að bregðast við óæskilegu innflæði fjármagns þegar svo ber undir.“ Daníel segir að varðandi peningastefnuna þá hafi tíðindi gærdagsins ekki breytt spá Landsbankans um óbreytta stýrivexti við vaxtaákvörðunina á miðvikudaginn. Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Krónan veikist verulega Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur sigið um sem nemur tæpum fjórum prósentum. 13. mars 2017 10:21 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Viðbrögð markaða í morgun, í kjölfar kynningar ríkisstjórnarinnar og Seðlabankastjóra um helgina um afnám fjármagnshafta, voru að vissu leyti fyrirsjáanleg. Krónan veikist gagnvart helstu gjaldmiðlum og hlutabréf í útflutningsfyrirtækjum hækkuðu. Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans, segir að breytingarnar muni hafa góð áhrif ef reynt er að horfa á stóru myndina. „Fréttir gærdagsins um svo til fullt afnám fjármagnshafta á þriðjudaginn eru í sjálfu sér ekki óvænt en mjög jákvæð tíðindi. Eftir innleiðingu breytinganna verður flæði fjármagns til og frá landinu meira eða minna óheft með örfáum undantekningum. Í raun var mikilvægasta skrefið í afnámi fjármagnshafta stigið í upphafi árs þegar fjármagnsflutningar frá landinu voru í stórum dráttum gefnir frjálsir fyrir almenning með upphæðartakmörkunum þó,“ segir Daníel.Lánshæfiseinkun ætti að hækkaAð sögn Daníels hafa breytingarnar nú fyrst og fremst jákvætt gildi sem yfirlýsing gagnvart umheiminum að íslenska hagkerfið sé búið að ná sér að fullu eftir fjármála- og efnahagskrísuna í kjölfar bankahrunsins. „Breytingarnar ættu að stuðla að hærri lánshæfiseinkun íslenska ríkisins. Þá munu breytingar á regluverki gjaldeyrismála einfalda mjög rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja í innflutningi og útflutningi þar sem flækjustig og skriffinnska í tengslum við gjaldeyrisviðskipti minnkar til muna.“Snjóhengjan að bráðna Þá tilkynnti Seðlabankinn um helgina að samningar hafi náðst við stóran hluta aflandskrónueigendanna um kaup á krónum gegn evrum á genginu 137,5 kr. Þetta tilboð mun standa opið til annarra næstu tvær vikurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður hefur gagnrýnt þetta, sem og fyrrum aðstoðarmaður hans Jóhannes Þór Skúlason. En Daníel sér jákvæð teikn í þessu.Daníel er forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans. Hann segir verulegt nettó innstreymi fjármagns hafa verið frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans.„Það er jákvætt að svo virðist sem snjóhengjan svokallaða sé við það að bráðna en það hefur í sjálfu sér lítil áhrif á gjaldeyrismarkað eða aðra markaði hér innanlands þar sem þessar eignar hafa verið einangraðar sértaklega í Seðlabankanum og losun þeirra fjármögnuð úr ríflegum gjaldeyrisforða Seðlabankans.“Krónan gæti átt inni styrkingu ef markaðsöflin fá að ráða Heilt á litið telur Daníel að áhrifin verði góð. „Ég tel að tíðindi dagsins ættu í grundvallaratriðum að hafa góð áhrif á innlenda markaði þegar fram í sækir. Ómögulegt er hins vegar að segja til um skammtímasveiflur á mörkuðum, einkum gjaldeyrismarkaði. Það að íslenskir lífeyrissjóðir hafa ekki fullnýtt sér þær heimildir sem þeir hafa nú þegar til að auka fjárfestingar sínar erlendis bendir til þess að ólíklegt sé að vænta megi stórfells útflæðis frá þeim á skömmum tíma í kjölfar afnáms haftanna. Að sama skapi hafa einstaklingar og fyrirtæki haft nokkuð rúmar heimildir til að fjárfesta erlendis frá áramótum sem virðist ekki hafa haft verulegt útflæði í för með sér. Þvert á móti hefur verið verulegt nettó innstreymi fjármagns frá áramótum og krónan hefur styrkst allnokkuð þrátt fyrir umfangsmikil gjaldeyriskaup Seðlabankans,“ segir Daníel. Hann bendir á að í ljósi breytinga á erlendri skuldastöðu þjóðarbúsins, jákvæðum horfum um áframhaldandi afgang af viðskiptajöfnuði og gríðarleg gjaldeyriskaup Seðlabankans undanfarin tvö ár megi heita ólíklegt að krónan hafi náð sínu nýja jafnvægisgildi og eigi því enn inni talsverða styrkingu ef markaðsöflunum verður leyft að virka.Óbreyttir stýrivextir„Þá er rétt að minna á að reglur um beitingu fjárstreymistækja verða óbreyttar að svo stöddu þótt þau séu í raun hluti af núgildandi regluverki gjaldeyrismála en vinna stendur yfir við að undirbúa endanlega útfærslu tækisins og „varanlegan lagalegan grundvöll þess“ eins og Seðlabankinn orðar það. Það er því líklegt og einnig skynsamlegt að Seðlabankinn muni áfram hafa verkfæri til að bregðast við óæskilegu innflæði fjármagns þegar svo ber undir.“ Daníel segir að varðandi peningastefnuna þá hafi tíðindi gærdagsins ekki breytt spá Landsbankans um óbreytta stýrivexti við vaxtaákvörðunina á miðvikudaginn.
Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Krónan veikist verulega Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur sigið um sem nemur tæpum fjórum prósentum. 13. mars 2017 10:21 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00
Krónan veikist verulega Gengi krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum hefur sigið um sem nemur tæpum fjórum prósentum. 13. mars 2017 10:21