Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 10:37 Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29