Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 10:37 Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29