„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 13:32 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00