Flugvélinni ekið að eldhúsglugganum Kristján Már Unnarsson skrifar 13. mars 2017 22:52 Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Hámark flugdellunnar á Íslandi gæti verið í Múlakoti í Fljótshlíð en þar byggja menn sumarbústaði við flugbraut og leggja svo akstursbraut fyrir flugvélina beint að eldhúsglugganum. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt". Flugsagan í Múlakoti hófst raunar fyrir sextíu árum þegar bóndasonurinn Árni Guðmundsson lærði flug en nú er þetta orðið samfélag flugáhugamanna, - manna eins og Einars Dagbjartssonar flugstjóra, sem sýndi okkur hvernig hann getur ekið flugvélinni eftir lendingu beint að bústaðnum og lagt henni fyrir utan eldhúsgluggann. Um tuttugu bústaðir eru risnir á svæðinu við flugvöllinn en búið að skipuleggja áttatíu frístundalóðir fyrir flugáhugamenn. Og Einar vill fá aðra braut neðar á Markarfljótsaurum, - segir vanta stutta þverbraut þar sem norðanáttin geti verið erfið á svæðinu.Tvíþekja frá stríðsárunum, af gerðinni Boeing Stearman, er sú flugvél í Múlakoti sem jafnan vekur mesta athygli en hún er elsta flughæfa vél á landinu, í eigu Erlings Jóhannessonar flugvirkja og flugstjóra, sem varði 20 árum í að gera hana upp. Eiginkona Erlings er Alfhild Nielsen en þau eiga einnig þrjá syni í fluginu og sonarson. Hún var spurð hvort flugið væri ekki peningasuga, - og hvort hver sem er gæti stundað þetta áhugamál: „Jú, jú. Þetta er alveg fyrir hvern sem er, þannig lagað. Það fer bara eftir því í hvað þú notar peningana þína,” svarar Alfhild. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Rangárþing eystra Um land allt Tengdar fréttir Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Múlakot best varðveitta hótelið frá gamalli tíð Hafin er endurreisn gamla bæjarins í Múlakoti í Fljótshlíð en hann er talinn eitt best varðveitta hótel sem til er í landinu frá gamalli tíð. 6. mars 2017 21:30