Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 12:00 Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambandsins, segir það staðreynd að það sé dýrt að vera í íþróttum á Íslandi. Ekki bara fimleikum. „Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
„Þetta er bara ömurleg staðreynd núna árið 2017 að það er dýrt að vera í íþróttum,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tvær fjórtán ára stúlkur hefðu ekki fengið leyfi til að keppa á fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana, sem kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor. Sólveig segir regluna einfalda, það þurfi allir að vera í eins búningum á mótum. „Þetta er bara eins og í handbolta og fótbolta. Það þurfa allir að vera í eins búningum,“ segir hún, en furðar sig á sama tíma á ítrekuðum málflutningi um kostnað sem fylgir fimleikaíþróttinni. Það megi vel velta því fyrir sér hvort íþróttir almennt á Íslandi séu einvörðungu fyrir efnameiri fjölskyldur. „Þetta er ekki bara í fimleikunum. Hvað kostar til dæmis að vera í fótbolta? Það þarf að kaupa búning, takkaskó og fleira og ég veit það fyrir víst að það kostar sitt.“„ Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“vísirAðspurð segir Sólveig sambandið ekki hafa mótað sérstaka stefnu til þess að reyna að draga úr kostnaði við íþróttina, enda sé það ekki sambandsins að segja til um hvað hlutirnir megi kosta. Hins vegar vinni sambandið stöðugt að því að lágmarka kostnað og hámarka gæði. „En það eru samt allir að gera sitt besta og reyna að draga úr kostnaði. Það er enginn sem vinnur í svona starfi að reyna að græða peninga. Þetta er allt rekið á núlli til þess að reyna að þjónusta krakkana sem best.“ Þá segir hún fimleikaumhverfið erfitt, enda sé íþróttin með lítið fjármagn á milli handanna – annað en boltagreinarnar. Sólveig veltir því fyrir sér hvort ástæðan sé mögulega sú að það séu mest megnis konur sem stundi fimleikaíþróttir. „Við erum ekki að fá neitt frá alþjóðasamböndum okkar, eins og HSÍ og KSÍ eru að fá. Við erum í miklu erfiðara umhverfi og við höfum velt því fyrir okkur hvort að ástæðan fyrir því sé að það eru mest megnis konur í þessari íþrótt. En núna er ÍSÍ að breyta reglunum sínum, það er búið að margfalda peninga í afrekssjóði, og við vonum að þetta komi til með að breyta þessu erfiða umhverfi.“ Aðspurð segir Sólveig umrædda búninga vitaskuld kostnaðarsama, en það sé þó ekki hennar að meta hvort þeir hafi verið of dýrir. Umfjöllun Stöðvar 2 frá því í gær má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00