Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 13:53 "Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," sagði Jón Karl, aðspurður hvort verið sé að mismuna eftir efnahag. „Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“ Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00