Formaður Landssamtaka hjólreiðamanna hneykslaður á skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2017 18:27 Frá slysstað. mynd/rannsónarnefnd samgönguslysa Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir hjólreiðamenn vera algjörlega á móti boði og bönnum þegar kemur að hjólreiðum en það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til innanríkisráðuneytisins að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem er mikil umferð og mikill hraði. Kom þetta fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um banaslys í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðamaður lést eftir að leigubíll keyrði aftan á hann. Rætt var við Ásbjörn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og hann spurður út í hvernig tillögur rannsóknarnefndarinnar legðust í reiðhjólafólk. „Mjög illa. Við erum algjörlega á móti boðum og bönnum og við teljum alls ekki að þetta sé rétta leiðin að hindra þá sem vilja hjóla í því að hjóla og þar sem þeir þurfa að hjóla. Staðreyndin er bara sú að ef það er boðið upp á góða valkosti í hjólreiðum þá velur fólk þær leiðir sem eru öruggar og fljótlegar að fara,“ sagði Ásbjörn. Aðspurður hvort að aðstæður í Ártúnsbrekkunni væru nógu góðar til að leyfa hjólreiðar þar sagði hann að þær væru ekki góðar en að menn geti hjólað í öxlunum og nýtt þá. Þá sagðist Ásbjörn vera svolítið hneykslaður á niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Eftir að hafa lesið þessa skýrslu þá er maður svolítið hissa að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni svolítið yfir á hjólreiðamanninn sem er þó með blikkandi ljós og í gulu vesti á meðan ábyrgðinni er ekki varpað á leigubílstjórann sem er atvinnumaður er með tæki í glugganum sem hindra útsýni og er þreyttur og keyrir of hratt. Og að lausnin skuli vera að banna hjólreiðar finnst mér með ólíkindum í stað þess að stinga upp á því að það séu settar í alla atvinnubíla. Ég er svolítið hneykslaður á hver niðurstaða skýrslunnar er,“ sagði Ásbjörn en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tengdar fréttir Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir hjólreiðamenn vera algjörlega á móti boði og bönnum þegar kemur að hjólreiðum en það vakti nokkra athygli í gær þegar greint var frá því að rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint því til innanríkisráðuneytisins að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem er mikil umferð og mikill hraði. Kom þetta fram í skýrslu rannsóknarnefndarinnar um banaslys í Ártúnsbrekku í desember 2015 þegar hjólreiðamaður lést eftir að leigubíll keyrði aftan á hann. Rætt var við Ásbjörn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag og hann spurður út í hvernig tillögur rannsóknarnefndarinnar legðust í reiðhjólafólk. „Mjög illa. Við erum algjörlega á móti boðum og bönnum og við teljum alls ekki að þetta sé rétta leiðin að hindra þá sem vilja hjóla í því að hjóla og þar sem þeir þurfa að hjóla. Staðreyndin er bara sú að ef það er boðið upp á góða valkosti í hjólreiðum þá velur fólk þær leiðir sem eru öruggar og fljótlegar að fara,“ sagði Ásbjörn. Aðspurður hvort að aðstæður í Ártúnsbrekkunni væru nógu góðar til að leyfa hjólreiðar þar sagði hann að þær væru ekki góðar en að menn geti hjólað í öxlunum og nýtt þá. Þá sagðist Ásbjörn vera svolítið hneykslaður á niðurstöðu skýrslu rannsóknarnefndarinnar. „Eftir að hafa lesið þessa skýrslu þá er maður svolítið hissa að það sé verið að reyna að varpa ábyrgðinni svolítið yfir á hjólreiðamanninn sem er þó með blikkandi ljós og í gulu vesti á meðan ábyrgðinni er ekki varpað á leigubílstjórann sem er atvinnumaður er með tæki í glugganum sem hindra útsýni og er þreyttur og keyrir of hratt. Og að lausnin skuli vera að banna hjólreiðar finnst mér með ólíkindum í stað þess að stinga upp á því að það séu settar í alla atvinnubíla. Ég er svolítið hneykslaður á hver niðurstaða skýrslunnar er,“ sagði Ásbjörn en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tengdar fréttir Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Leggja til að hjólreiðar verði bannaðar á umferðarþungum vegum í þéttbýli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur beint þeirri tillögu til innanríkisráðuneytisins að skoðað verði að banna hjólreiðar á fjölakreinavegum í þéttbýli þar sem umferðarþungi og hraði er mikill. 15. mars 2017 19:36