Byrjunarliðið á móti Noregi: Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. mars 2017 12:00 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir spilar aðeins framar en vanalega í dag. vísir/eyþór Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, stillir ekki upp „hefðbundnu“ byrjunarliði í fyrsta leik stelpnanna okkar á Algarve-mótinu í fótbolta sem hefst klukkan 18.30. Fyrsti mótherjinn er stórlið Noregs. Freyr gefur óreyndari leikmönnum tækifæri en Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir byrjar á miðjunni. Þetta er hennar annar A-landsleikur. Thelma Björk Einarsdóttir úr Val verður í vinstri bakverði en hún á tíu landsleiki að baki.Sjá einnig:Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Aðeins þrír leikmenn úr byrjunarliðinu sem spilaði flesta leikina í undankeppni EM 2017 byrja í dag en það eru Sara Björk Gunnarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir og Elísa Viðarsdóttir. Það er því tækifæri fyrir aðra leikmenn að nýta sitt tækifæri í dag.Byrjunarliðið í dag.graf/fréttablaðið„Þetta er ungt og ferskt lið. Það er ekki óreynt en reynslan er ekki mikil. Margar af þessum stelpum komu vel út í mælingum í vetur og ég hlakka til að sjá þær gegn alvöru liði. Það besta við þetta Algarve-mót er að fá þessa alvöru leiki. Ég fæ núna tækifæri til að gefa þessum stelpum sénsinn gegn sterkum mótherja og fæ svör við mínum spurningum. Það verða engar afsakanir,“ segir Freyr Alexandersson um byrjunarliðið í Fréttablaðinu í dag. „Mig langar að sjá hvort Sigríður Lára geti fyllt í skarð Dagnýjar Brynjarsdóttur er varðar líkamlega þáttinn og föstu leikatriðin. Hún er á svona þriggja manna sláttuvélamiðju hjá mér sem mig langar að prófa gegn jafn líkamlega sterkum andstæðingi og Noregi. Sara verður fyrir aftan en Gunnhildur færist aðeins framar og tekur hlaupin inn á teiginn sem Dagný hefur vanalega gert. Það verður gaman að sjá hvernig stelpurnar nýta þetta tækifæri,“ segir Freyr Alexandersson.Byrjunarlið Íslands (4-3-3): Sandra Sigurðardóttir; Elísa Viðarsdóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Thelma Björk Einarsdóttir; Sara Björk Gunnarsdóttir, Sigríður Lára Garðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir; Elín Metta Jensen, Sandra María Jessen, Katrín Ásbjörnsdóttir.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00 Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00 Mest lesið Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Sjá meira
Tækifærin verða í boði á Algarve – og engar afsakanir Freyr Alexandersson stillir upp ungu byrjunarliði í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta á Algarve-mótinu á móti Noregi í dag. Dyr eru opnar í byrjunarliðið og nú er leikmanna að grípa gæsina. 1. mars 2017 06:00
Átján mánaða bið á enda og nú er það leikur við Ísland í kvöld María Þórisdóttir steig stórt skref á dögunum þegar hún spilaði sinn fyrsta fótboltaleik eftir langvinn og leiðinleg meiðsli. 1. mars 2017 07:00