Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 2. mars 2017 23:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00