Vegatollar: Samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag Atli Ísleifsson og Jóhann K. Jóhannsson skrifa 2. mars 2017 23:30 Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Jón Gunnarsson samgönguráðherra segist ekki ætla í pólitískan slag vegna þeirra hugmynda sem uppi eru um að taka upp vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu til að stands straum af kostnaði við vegakerfi landsins. Hann vilji hins vegar að upplýsingar um ólíka kosti séu uppi á borðinu. Jón ræddi möguleika á vegatollum og hvaða leiðir séu mögulegar til að byggja upp vegakerfið í innslagi í 19:10 í fréttatíma Stöðvar 2 fyrr í kvöld. Samgöngumál hafa verið ofarlega í umræðunni undanfarin misseri eftir að Jón viðraði þær hugmyndir að vegatollur yrði settur upp á ákveðnum leiðum í kringum höfuðborgarsvæðið og setti í framhaldinu á fót nefnd til þess að kanna kosti þess að fjármagna uppbyggingu vegakerfisins. Ný samgönguáætlun var samþykkt í byrjun október á síðasta ári og í henni var gert ráð fyrir metnaðarfullum framkvæmdum í samgöngum. Nú er hinsvegar ljóst að verulega verður dregið úr áformum um uppbyggingu þar sem ekki var gert ráð fyrir þeim fjárlagagerðinni fyrir þetta ár.Hægir á uppbyggingunni Uppbygging mun því ganga hægar en samgönguráðherra vill reyna hraða henni með því að koma á vegatollum. „Þetta er bara valkostur sem mér finnst þurfa að liggja á borðinu þegar við tökum ákvarðanir inn í framtíðina. Álagið á vegakerfið er ekki síst til komið út af miklum ferðamannastraumi og það sér svo sem ekki fyrir endann á þeirri aukningu Við erum að sjá hér fjögur til sex hundruð þúsund ferðamanna fjölgun á þessu ári með enn meira auknu álagi á samgöngukerfi okkar. Þetta er auðvitað leið til þess að fá þátttöku þessa mikla fjölda í að byggja upp þetta samgöngukerfi okkar. Mér finnst að ef við förum í frekari gjaldtöku, en við þekkjum í dag, eins og í Hvalfjarðargöngunum, þá þurfi það að byggja á því að þeir sem eru svona fáskiptir notendur séu að greiða hlutfallslega mun hærra gjald en hinir sem eru þá að fara reglulega um,“ segir Jón.Ekki í pólistískan slag FÍB kannaði viðhorf almennings til hugmynda um vegatolla á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu í síðasta mánuði. Mikill meirihluti aðspurðra sagðist þar mótfallinn slíkum hugmyndum.En myndi samgönguráðherra breyta afstöðu sinni ef almenningur væri á móti vegatollum? „Ég hef sagt að ég ætli ekki að taka einhvern pólitískan slag út af þessu. Auðvitað er það í mínum huga mjög rangt að ætla að stöðva einhverja umræðu. Hún hlýtur að vera af hinu góða. Ég er ekki að gera annað núna en að láta vinna gögn þannig að við höfum þessa valkosti á borðinu, raunverulega, þar sem við getum þá rætt hvort við viljum fara í þetta eða ekki miðað við þær forsendur sem eru gefnar. Það hefur því svolítið komið mér á óvart að ábyrgir aðilar í samfélaginu, eins og FÍB og fleiri, hafi farið fram með þeim hætti sem þeir hafa gert. Ég tel að umræðan sé ekki komin á það stig. Við getum svo haft mismunandi skoðanir á því hvort það eigi að fara þessa leið eða ekki, en til þess að gera þurfum við að hafa upplýsingarnar á borðinu,“ segir ráðherra. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Sjá meira
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00